Enski boltinn

West Ham úr fallsæti eftir útisigur gegn Palace | Sjáðu mörkin

Smári Jökull Jónsson skrifar
West Ham komst úr fallsæti eftir góðan útisigur gegn Crystal Palace. Fyrir leikinn hafði West Ham aðeins unnið einn sigur í sjö leikjum.

West Ham hefur gengið bölvanlega á tímabilinu til þessa en Crystal Palace var fyrir ofan miðja deild fyrir leikinn.

Á 19. mínútu kom eina mark leiksins þegar Manuel Lanzini skoraði eftir sendingu frá Aaron Cresswell.

Christian Benteke fékk gullið tækifæri til þess að jafna metin rétt fyrir hálfleik þegar Palace fékk vítaspyrna. Benteke skaut hins vegar yfir markið.

Áðurnefndur Cresswell náði sér svo í tvö gul spjöld á tveimur mínútum á 75.mínútu, það fyrra fyrir leikaraskap þar sem Cresswell hefði jafnvel getað fengið vítaspyrnu.

Palace náði ekki að nýta sér liðsmuninn og West Ham tryggði sér mikilvæg þrjú stig og kom sér úr fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×