Enski boltinn

Jafnt hjá West Bromwich og Tottenham | Stórsigur Bournemouth | Sjáðu mörkin

Dele Alli tryggði Tottenham jafntefli gegn West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag. Bæði mörkin komu undir lokin.

Tottenham var sterkara liðið í dag og átti mun fleiri tilraunir að marki heldur en heimamenn. Fyrri hálfleikur var markalaus og það var í raun ekki fyrr en undir lok leiksins sem draga fór til tíðinda.

Nacer Chadli kom heimamönnum yfir á 82.mínútu þegar hann skoraði gegn sínum gömlu félögum. En á 89.mínútu kom Dele Alli Tottenham til bjargar þegar hann jafnaði eftir sendingu frá Dananum Christian Erikson.

Tottenham missir Arsenal framfyrir sig í töflunni eftir jafnteflið og situr í 3.sæti deildarinnar. West Bromwich er hins vegar um miðja deild með 10 stig.

Bournemouth vann 6-1 stórsigur á liði Hull þar sem Junior Stanislas skoraði tvö mörk fyrir heimamenn. Charlie Daniels, Steve Cook, Callum Wilson og Dan Gosling skoruðu einnig en Ryan Mason jafnaði í 1-1 fyrir gestina í fyrri hálfleik.

Þá vann Stoke góðan 2-0 sigur á Sunderland þar sem Joe Allen skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik. Allen er svo sannarlega á skotskónum þessa dagana því hann skoraði í landsleik fyrir Wales á dögunum auk þess að skora í síðasta leik Stoke fyrir landsleikjahléið þegar þeir gerðu jafntefli við Manchester United á Old Trafford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×