Enski boltinn

City klúðraði tveimur vítum í jafntefli gegn Everton | Sjáðu mörkin

Smári Jökull Jónsson skrifar
Manchester City mistnotaði tvær vítaspyrnur þegar liðið gerði jafntefli á heimavelli gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Kevin De Bruyne lét Martin Stekelenburg verja frá sér víti í fyrri hálfleik og liðin héldu til búningsherbergja án þess að mark væri komið í leikinn.

Belginn Romelu Lukaku kom gestunum yfir á 64.mínútu þegar hann skoraði eftir sendingu frá Yannick Bolasie. Sex mínútum síðar fengu City menn aðra vítaspyrnu. Í þetta sinn var það Sergio Aguero sem steig á punktinn en Stekelenburg gerði sér lítið fyrir og varði á nýjan leik. Þetta er í áttunda sinn í sögunni sem markvörður ver tvær vítaspyrnur í leik í ensku úrvalsdeildinni.

Tveimur mínútum síðar kom Nolito heimamönnum til bjargar þegar hann skoraði eftir sendingu frá David Silva.

1-1 jafntefli varð niðurstaðan og mistókst City því að halda tveggja stiga forystu sinni á Arsenal en heldur þó efsta sætinu á markatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×