Innlent

Skúli Gautason ráðinn menningarfulltrúi Fjórðungssambands Vestfjarða

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Áætlað er að Skúli hefji störf í byrjun nóvember og verður starfstöð hans á Hólmavík.
Áætlað er að Skúli hefji störf í byrjun nóvember og verður starfstöð hans á Hólmavík. Vísir/Pjetur
Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur ráðið Skúla Gautason í starf menningarfulltrúa. Áætlað er að Skúli hefji störf í byrjun nóvember og verður starfstöð hans á Hólmavík.

Skúli er leikari að mennt og hefur lokið meistaranámi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Hann hefur meðal annars starfað sem viðburðastjóri Höfuðborgarstofu og framkvæmdastjóri Akureyrarstofu.

Ráðningarstofan Talent annaðist auglýsingu og ráðgjöf við ráðninguna. Starfið var auglýst um miðjan ágúst síðastliðinn og alls sóttu sautján manns um starfið. Átta einstaklingar voru boðnir í viðtal og í framhaldinu var fjórum boðið í framhaldsviðtal þar sem framkvæmdastjóri og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga tóku þátt í viðtölunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×