Stefán Karl svaraði spurningum á Reddit úr sjúkrarúminu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. október 2016 10:28 Stefán Karl svaraði spurningum frá Reddit notendum úr sjúkrarúminu. Vísir/Reddit Stefán Karl Stefánsson svaraði spurningum aðdáenda á vefsíðunni Reddit í gær. Um var að ræða svokallað AMA (Ask Me Anything) þar sem notendur geta sent inn spurningar til frægra einstaklinga. Stefán Karl birti mynd af sér úr sjúkrarúminu því til sönnunar að um hann væri raunverulega að ræða. Ljóst er að Stefán Karl á marga aðdáendur úti í heimi og óskuðu þeir honum góðs bata og spurðu hann spjörunum úr um Glanna Glæp, leiklistina og veikindin. Einn notandi sagðist hafa frekar haldið með Glanna Glæp í þáttunum heldur en öðrum persónum og spurði hvort hann yrði oft var við það viðhorf. „Að halda með skúrknum sýnir að þú þorir. Aðrir krakkar kunnu vel við Glanna vegna þess að hann var hrekkjóttur en við pössuðum alltaf að sýna að hann þurfti að taka afleiðingunum fyrir þá hegðun. Nú virðist hann vera vinsæll því hann var kjánalegur, en það er erfitt að segja hvers vegna hann er dáðari en aðrar persónur,“ svaraði Stefán Karl.Mikilvægt að vera vongóður Annar spurði Stefán Karl hvort að lífsviðhorf hans hefði breyst eftir að hann var greindur með krabbamein, hvað hann hugsi um og hvað fólki fannst þegar hann sagðist vera í Latabæ. „Að greinast með krabbamein er ógnvekjandi. Ég er búin að fara í ágenga aðgerð sem heppnaðist vel og ég er vongóður um að ég komist í gegnum þetta. Takk fyrir að spyrja. Ég hugsa um hvað er mikilvægt í lífinu og hvað ekki. Ég óttast ekki dauðan því ég met lífið of mikils,“ skrifaði Stefán Karl og sagði jafnframt að börn hafi verið fyndin þegar þau áttuðu sig á því að hann léki Glanna og yrðu stundum pínu hrædd. Þá sagði einn notandi frá því að faðir hans hefði greinst með krabbamein í brisi fyrir tveim mánuðum síðan og spurði hvaða ráð Stefán Karl hefði handa honum svo hann gæti veitt föður sínum stuðning. „Ó hvað þetta er leitt að heyra. Ég og fjölskylda mín höfum aðeins haft tæpan mánuð til að venjast hugmyndinni um að ég sé með krabbamein. Ég fór í aðgerð þann fjórða og er að jafna mig ótrúlega vel. Ég og eiginkonan mín höfum átt löng samtöl um þessar aðstæður og erum raunsæ um allar mögulegar útkomur. Þú verður að vera jákvæður og vongóður og hugsa um sjálfan þig svo þú getir stutt pabba þinn. Hann mun þarfnast þess. Ekki vera leiður á svip, njóttu hvers augnabliks eins vel og þ ú getur og reyndu að tala við einhvern. Við verðum að lifa lífinu til fullnustu alltaf, jafnvel á erfiðum tímum. Ég vona að allt fari vel með pabba þinn. Ást til þín og fjölskyldu þinnar.“Eitt Latabæjarmeme.Vísir/RedditGlanni myndarlegri en Morrissey Ekki voru allar spurningarnar á alvarlegu nótunum og spurði einn hvort að Stefán Karl spili enn á harmonikku. „Já, þegar ég er í stuði,“ var svarið. Þá spurði annar hvort að honum fyndist Glanni vera líkur söngvaranum Morrissey og sagði Stefán Karl að það væru vissulega líkindi, en að Glanni væri myndarlegri. Þá gaf hann upprennandi grínleikara þau ráð að horfa á Buster Keaton, Charlie Chaplin. Harold Lloyd og Wile E. Coyote. Við spurningu um hvað Glanni hugsaði raunverulega um íbúa Latabæjar var svarið „Ég vildi að ég gæti verið vinur þeirra.“ Þá var Stefán Karl einnig spurður hvort hann hefð séð svokölluð Latabæjar meme. Meme er athæfi, hugmynd, frasi eða einhvers konar mynd, texti, myndband sem dreifist um internetið og líkt er eftir og sett í alls kyns útgáfur hér og þar. Stefán Karl virðist vera hæstánægður með þetta uppátæki. „Já ég hef séð þau upp á síðkastið. Það er skemmtilegt að þau hafi aðra merkingu en þegar atriðin voru tekin upp. Ég tek þessu sem hrósi, þetta þýðir að þátturinn okkar hefur haft merkingu fyrir fólk.“ Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Stefán Karl Stefánsson svaraði spurningum aðdáenda á vefsíðunni Reddit í gær. Um var að ræða svokallað AMA (Ask Me Anything) þar sem notendur geta sent inn spurningar til frægra einstaklinga. Stefán Karl birti mynd af sér úr sjúkrarúminu því til sönnunar að um hann væri raunverulega að ræða. Ljóst er að Stefán Karl á marga aðdáendur úti í heimi og óskuðu þeir honum góðs bata og spurðu hann spjörunum úr um Glanna Glæp, leiklistina og veikindin. Einn notandi sagðist hafa frekar haldið með Glanna Glæp í þáttunum heldur en öðrum persónum og spurði hvort hann yrði oft var við það viðhorf. „Að halda með skúrknum sýnir að þú þorir. Aðrir krakkar kunnu vel við Glanna vegna þess að hann var hrekkjóttur en við pössuðum alltaf að sýna að hann þurfti að taka afleiðingunum fyrir þá hegðun. Nú virðist hann vera vinsæll því hann var kjánalegur, en það er erfitt að segja hvers vegna hann er dáðari en aðrar persónur,“ svaraði Stefán Karl.Mikilvægt að vera vongóður Annar spurði Stefán Karl hvort að lífsviðhorf hans hefði breyst eftir að hann var greindur með krabbamein, hvað hann hugsi um og hvað fólki fannst þegar hann sagðist vera í Latabæ. „Að greinast með krabbamein er ógnvekjandi. Ég er búin að fara í ágenga aðgerð sem heppnaðist vel og ég er vongóður um að ég komist í gegnum þetta. Takk fyrir að spyrja. Ég hugsa um hvað er mikilvægt í lífinu og hvað ekki. Ég óttast ekki dauðan því ég met lífið of mikils,“ skrifaði Stefán Karl og sagði jafnframt að börn hafi verið fyndin þegar þau áttuðu sig á því að hann léki Glanna og yrðu stundum pínu hrædd. Þá sagði einn notandi frá því að faðir hans hefði greinst með krabbamein í brisi fyrir tveim mánuðum síðan og spurði hvaða ráð Stefán Karl hefði handa honum svo hann gæti veitt föður sínum stuðning. „Ó hvað þetta er leitt að heyra. Ég og fjölskylda mín höfum aðeins haft tæpan mánuð til að venjast hugmyndinni um að ég sé með krabbamein. Ég fór í aðgerð þann fjórða og er að jafna mig ótrúlega vel. Ég og eiginkonan mín höfum átt löng samtöl um þessar aðstæður og erum raunsæ um allar mögulegar útkomur. Þú verður að vera jákvæður og vongóður og hugsa um sjálfan þig svo þú getir stutt pabba þinn. Hann mun þarfnast þess. Ekki vera leiður á svip, njóttu hvers augnabliks eins vel og þ ú getur og reyndu að tala við einhvern. Við verðum að lifa lífinu til fullnustu alltaf, jafnvel á erfiðum tímum. Ég vona að allt fari vel með pabba þinn. Ást til þín og fjölskyldu þinnar.“Eitt Latabæjarmeme.Vísir/RedditGlanni myndarlegri en Morrissey Ekki voru allar spurningarnar á alvarlegu nótunum og spurði einn hvort að Stefán Karl spili enn á harmonikku. „Já, þegar ég er í stuði,“ var svarið. Þá spurði annar hvort að honum fyndist Glanni vera líkur söngvaranum Morrissey og sagði Stefán Karl að það væru vissulega líkindi, en að Glanni væri myndarlegri. Þá gaf hann upprennandi grínleikara þau ráð að horfa á Buster Keaton, Charlie Chaplin. Harold Lloyd og Wile E. Coyote. Við spurningu um hvað Glanni hugsaði raunverulega um íbúa Latabæjar var svarið „Ég vildi að ég gæti verið vinur þeirra.“ Þá var Stefán Karl einnig spurður hvort hann hefð séð svokölluð Latabæjar meme. Meme er athæfi, hugmynd, frasi eða einhvers konar mynd, texti, myndband sem dreifist um internetið og líkt er eftir og sett í alls kyns útgáfur hér og þar. Stefán Karl virðist vera hæstánægður með þetta uppátæki. „Já ég hef séð þau upp á síðkastið. Það er skemmtilegt að þau hafi aðra merkingu en þegar atriðin voru tekin upp. Ég tek þessu sem hrósi, þetta þýðir að þátturinn okkar hefur haft merkingu fyrir fólk.“
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira