Innlent

Vísir bleikur í dag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hausinn á Vísi er bleikur í tilefni dagsins.
Hausinn á Vísi er bleikur í tilefni dagsins.
Lesendur Vísis hafa eflaust margir hverjir orðið þess varir að vefurinn er bleikur í dag. Ástæðan er sú að Bleiki dagurinn er í dag en hann er hluti af fjáröflun Krabbameinsfélagsins undir merkjum Bleiku slaufunnar.

 

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein íslenskra kvenna og greinist kona með brjóstakrabbamein á um 40 klukkustunda fresti árið um kring. Margt jákvætt hefur áunnist og geta nú 90% kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein vænst þess að lifa lengur en 5 ár sem er mjög góður árangur á heimsvísu.

Krabbameinsfélagið fagnar því að um 3.000 konur eru á lífi í dag sem greinst hafa með brjóstakrabbamein. Um fjörutíu konur á Íslandi deyja á ári hverju úr sjúkdómnum.


Tengdar fréttir

Bleika slaufan í ár táknar hið mikilvæga stuðningsnet

Bleika slaufan í ár er hönnuð af gullsmiðunum Lovísu Halldórsdóttur og Unni Eiri Björnsdóttur. Hún táknar stuðningsnetið sem mikilvægast er þeim konum sem greinast með krabbamein, fjölskylduna og samfélagið

Þú með brjóstakrabbamein – þú sem ert læknir?

Læknarnir Auður Smith, María Soffía Gottfreðsdóttir og Sigurlaug Benediktsdóttir hafa allar greinst með brjóstakrabbamein en eru heilbrigðar í dag. Þær hafa nýlega stofnað stuðningshóp fyrir konur í læknastétt sem hafa gengið í gegnum sjúkdóminn. Nokkuð margir kvenlæknar hafa greinst með brjóstakrabbamein sem veldur þeim áhyggjum.

Mömmum boðið í kaffi

Árvekniátak Krabbameinsfélagsins um brjóstakrabbamein nær hápunkti á bleika daginn á föstudag þegar fólk og fyrirtæki sameinast um að minna á átakið með því að klæðast bleiku, skreyta með bleiku eða bjóða upp á bleikar veitingar.

Mæting víða undir væntingum

Sextíu og átta prósent kvenna á aldrinum 40-69 ára mæta að meðaltali reglulega í brjóstamyndatöku hér á landi. 80% mæting væri ásættanlegri. Mætingin er mismunandi eftir landshlutum og hvað síst á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×