Lengsta þingi sögunnar frestað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2016 13:31 Alþingi snýr aftur að loknum kosningum. vísir/eyþór 145. þingi Alþingis var frestað í dag. Er það lengsta þingið talið í þingfundardögum eða 147 dagar alls. Þing kemur aftur saman eftir kosningarnar sem fara fram 29. október næstkomandi. Einar K. Guðfinnson, forseti Alþingis, flutti ræðu áður en að Sigurður Ingi Jóhannsson frestaði fundum þingsins. Sagði Einar að þingið hefði verið langt, starfsamt og annasamt. Það þing sem næst kemst því þingi sem var frestað í dag að lengd var 116. þing sem hófst 17. ágúst 1992. Þá voru þingfundadagar 131. „Þetta langa þing hefur haft ýmislegt í för með sér. Meðal annars hafa ráðherrar aldrei svarað óundirbúið mörgum fyrirspurnum frá þingmönnum eða 347 fyrirspurnum,“ sagði Einar og bætti við að aldrei hafi fleiri þingsályktunartillögur verið samþykktar á þingi, 72 ályktanir alls. Sagði hann ekkert háleitara það en að vinna í umboði almennings að framfaramálum. Sagði hann mögulegt að neikvæð viðhorf til stjórnmála hefðu orðið til þess að beina ungu fólki inn á aðrar brautir en Alþingi. Hvatti hann ungt fólk til þess að hasla sér völl í stjórnmálum og freista þess að ná kjöri. Einar, sem ekki snýr aftur á þing, þakkaði fyrir sig og sagði að sér hefði fundist gott að starfa á þingi. Svandís Svavarsdóttir færði honum þakkir þingheims og afhenti honum blómvönd. Ýmis frumvörp voru samþykkt á lokametrum þingsins. Þar á meðal var frumvarp um fasteignalán til neytenda, frumvarp um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum, frumvarp um útlendinga, frumvarp um Grænlandssjóð og frumvarp um millidómsstig. Þá voru samþykktar þingsályktunartillögur um að utanríkisráðherra yrði falið að sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu auk tillögu til þingsályktunar um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Alþingi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
145. þingi Alþingis var frestað í dag. Er það lengsta þingið talið í þingfundardögum eða 147 dagar alls. Þing kemur aftur saman eftir kosningarnar sem fara fram 29. október næstkomandi. Einar K. Guðfinnson, forseti Alþingis, flutti ræðu áður en að Sigurður Ingi Jóhannsson frestaði fundum þingsins. Sagði Einar að þingið hefði verið langt, starfsamt og annasamt. Það þing sem næst kemst því þingi sem var frestað í dag að lengd var 116. þing sem hófst 17. ágúst 1992. Þá voru þingfundadagar 131. „Þetta langa þing hefur haft ýmislegt í för með sér. Meðal annars hafa ráðherrar aldrei svarað óundirbúið mörgum fyrirspurnum frá þingmönnum eða 347 fyrirspurnum,“ sagði Einar og bætti við að aldrei hafi fleiri þingsályktunartillögur verið samþykktar á þingi, 72 ályktanir alls. Sagði hann ekkert háleitara það en að vinna í umboði almennings að framfaramálum. Sagði hann mögulegt að neikvæð viðhorf til stjórnmála hefðu orðið til þess að beina ungu fólki inn á aðrar brautir en Alþingi. Hvatti hann ungt fólk til þess að hasla sér völl í stjórnmálum og freista þess að ná kjöri. Einar, sem ekki snýr aftur á þing, þakkaði fyrir sig og sagði að sér hefði fundist gott að starfa á þingi. Svandís Svavarsdóttir færði honum þakkir þingheims og afhenti honum blómvönd. Ýmis frumvörp voru samþykkt á lokametrum þingsins. Þar á meðal var frumvarp um fasteignalán til neytenda, frumvarp um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum, frumvarp um útlendinga, frumvarp um Grænlandssjóð og frumvarp um millidómsstig. Þá voru samþykktar þingsályktunartillögur um að utanríkisráðherra yrði falið að sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu auk tillögu til þingsályktunar um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands.
Alþingi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira