Helgi Sig: Ætla að koma Fylki upp á 50 ára afmælinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 11:59 Helgi Sigurðsson gerðist aðstoðarmaður Milosar Milojevic á miðju sumri í fyrra en kveður nú Víkina fyrir Árbæinn. vísir/ernir „Ég er rosalega stoltur af því að Fylkir treysti mér fyrir þessu verkefni,“ segir Helgi Sigurðsson í samtali við Vísi en hann var í morgun ráðinn þjálfari Árbæjarliðsins til næstu þriggja ára eins og Vísir greindi frá. Fylkir féll úr Pepsi-deildinni í haust eftir 16 ára samfellda veru í efstu deild. Helgi segir að tveir dagar séu síðan Fylkismenn höfðu fyrst samband en þeir virtust heillast af því sem Víkingurinn sagði á símafundi þar sem hann var staddur erlendis. „Maður var með nokkra menn á línunni. Ég sagði mínar skoðanir og hvað ég vildi gera,“ segir Helgi sem hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Víkingi og Fram undanfarin ár. „Ég er metnaðarfullur maður og það minnkaði ekkert eftir árangurinn í sumar með þriðja flokkinn,“ segir Helgi sem gerði 3. flokk Víkings að Íslandsmeisturum. „Ég var aðstoðarþjálfari hjá Ólafi Þórðarsyni og núna síðast með Milos undanfarið eitt og hálft ár. Mig var farið að kitla í að taka næsta skref í þessu og standa á eigin fótum.“Áður komið liðum upp Helgi þekkir það ágætlega að koma liðum upp úr næst efstu deild en það gerði hann sem leikmaður Fram árið 2006 og Víkings 2010. Nú þarf hann að koma Fylkismönnum upp af hliðarlínunni. „Fyrst og fremst er markmiðið að koma Fylki aftur upp í Pepsi-deildina. Félagið er 50 ára á næsta ári og því mun ég gera allt sem ég get til að gera sumarið skemmtilegt,“ segir Helgi. „Númer eitt, tvö og þrjú þarf maður að hafa gott lið til þess að ná árangri og þetta Fylkislið er gott. Þarna eru spennandi leikmenn með mikla reynslu sem hafa spilað lengi saman. Ef ég næ að búa til gott lið upp úr þessum hópi verðum við til alls líklegir.“ Helgi er staddur erlendis með fjölskyldunni í sumarfríi eftir langt og strangt sumar í Víkinni en lítið verður úr fríinu núna þar sem hann þarf að fara að skoða leikmannamálin. „Það verður eitthvað lítið úr þessu fríi. Maður getur samt alltaf verið í fríi en maður fær ekki alltaf svona tækifæri. Ég á skilningsríka fjölskyldu þannig þetta verður allt í lagi,“ segir Helgi Sigurðsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Helgi Sigurðsson tekur við Fylki Aðstoðarþjálfari Víkings er maðurinn sem á að koma Árbæingum aftur upp í Pepsi-deildina. 13. október 2016 10:45 Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Sjá meira
„Ég er rosalega stoltur af því að Fylkir treysti mér fyrir þessu verkefni,“ segir Helgi Sigurðsson í samtali við Vísi en hann var í morgun ráðinn þjálfari Árbæjarliðsins til næstu þriggja ára eins og Vísir greindi frá. Fylkir féll úr Pepsi-deildinni í haust eftir 16 ára samfellda veru í efstu deild. Helgi segir að tveir dagar séu síðan Fylkismenn höfðu fyrst samband en þeir virtust heillast af því sem Víkingurinn sagði á símafundi þar sem hann var staddur erlendis. „Maður var með nokkra menn á línunni. Ég sagði mínar skoðanir og hvað ég vildi gera,“ segir Helgi sem hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Víkingi og Fram undanfarin ár. „Ég er metnaðarfullur maður og það minnkaði ekkert eftir árangurinn í sumar með þriðja flokkinn,“ segir Helgi sem gerði 3. flokk Víkings að Íslandsmeisturum. „Ég var aðstoðarþjálfari hjá Ólafi Þórðarsyni og núna síðast með Milos undanfarið eitt og hálft ár. Mig var farið að kitla í að taka næsta skref í þessu og standa á eigin fótum.“Áður komið liðum upp Helgi þekkir það ágætlega að koma liðum upp úr næst efstu deild en það gerði hann sem leikmaður Fram árið 2006 og Víkings 2010. Nú þarf hann að koma Fylkismönnum upp af hliðarlínunni. „Fyrst og fremst er markmiðið að koma Fylki aftur upp í Pepsi-deildina. Félagið er 50 ára á næsta ári og því mun ég gera allt sem ég get til að gera sumarið skemmtilegt,“ segir Helgi. „Númer eitt, tvö og þrjú þarf maður að hafa gott lið til þess að ná árangri og þetta Fylkislið er gott. Þarna eru spennandi leikmenn með mikla reynslu sem hafa spilað lengi saman. Ef ég næ að búa til gott lið upp úr þessum hópi verðum við til alls líklegir.“ Helgi er staddur erlendis með fjölskyldunni í sumarfríi eftir langt og strangt sumar í Víkinni en lítið verður úr fríinu núna þar sem hann þarf að fara að skoða leikmannamálin. „Það verður eitthvað lítið úr þessu fríi. Maður getur samt alltaf verið í fríi en maður fær ekki alltaf svona tækifæri. Ég á skilningsríka fjölskyldu þannig þetta verður allt í lagi,“ segir Helgi Sigurðsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Helgi Sigurðsson tekur við Fylki Aðstoðarþjálfari Víkings er maðurinn sem á að koma Árbæingum aftur upp í Pepsi-deildina. 13. október 2016 10:45 Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Sjá meira
Helgi Sigurðsson tekur við Fylki Aðstoðarþjálfari Víkings er maðurinn sem á að koma Árbæingum aftur upp í Pepsi-deildina. 13. október 2016 10:45