Innlent

Laxveiði yfir meðallagi

Svavar Hávarðsson skrifar
Miklu af laxi var sleppt í sumar enda stórlax algengur.
Miklu af laxi var sleppt í sumar enda stórlax algengur. vísir/GVA
Bráðabirgðatölur Hafrannsóknastofnunar yfir stangveiði í sumar sýna að alls veiddust um 53.600 laxar. Í heild var fjöldi stangveiddra laxa um 27 prósent yfir langtímameðaltali áranna 1974-2015 sem er 42.137 laxar. Veiðin 2016 var um 18.100 löxum minni en hún var 2015, þegar 71.708 laxar veiddust á stöng.

Samdráttur var í laxveiði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi þar sem hún var svipuð og 2015. Skýrist það af svipaðri veiði í hafbeitarám og vegna aukinnar laxveiði á vatnasvæði Þjórsár.

Í kjölfar ágætrar veiði á smálaxi sumarið 2015 komu stórar göngur af stórlaxi með tveggja ára sjávardvöl í sumar enda var um sama gönguseiðaárgang að ræða. Smálaxagöngur voru frekar rýrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×