„Var Panama-lekinn kannski okkur að kenna líka?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. október 2016 12:37 Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ekki sáttir með að vera kennt um að mál fengi ekki framgang á þingi. Vísir/Anton/Ernir „Var Panama-lekinn kannski okkur að kenna líka? Það virðist vera sem svo að allt sem hafi misfarist sé okkur að kenna,“ sagði Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata á þingi í dag. Tilefnið voru ummæli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem hafði kennt stjórnarandstöðunni um að illa gengi að klára mikilvæg mál. „Það er með ólíkindum að hafa orðið vitni að því hvernig stjórnarandstaðan hefur lagst gegn mjög stórum hagsmunamálum alveg sérstaklega hér í lok þings,“ sagði Jón og nefndi jöfnun lífeyrisréttinda, frumvarp um raflínur til að Bakka, frumvarpið um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem dæmi um málefni sem stjórnarandstaðan hefði staðið í vegi fyrir að næðu í gegn. Þessu voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki sammála og kom Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í ræðustól en hafði þó ekki mörg orð um ræðu Jóns. „Þetta er svo mikið leikrit að mér blöskrar. Ég vona að fólk sjái í gegnum þetta,“ sagði Halldóra. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaðir Bjartrar framtíðar, var ekki sátt við ummæli Jóns og sagði að hvorki hann né aðrir þingmenn vissu hvernig hún myndi haga atkvæði sínu í Bakkamálinu, hefði það komið til þings en ríkisstjórnin dró frumvarp sitt um raflínur að Bakka til baka í dag. Þá sagði hún fráleitt að halda því fram að stjórnarandstaðan hafi staðið í vegi fyrir jöfnun lífeyrisréttinda. „Það er með ólíkindum að heyra því haldið fram að stjórnarandstaðan hafi staðið í vegi fyrir því máli. Ég held að stjórnarandstaðan hafi verið meira áfram um að klára það mál en fulltrúar meirihlutans,“ sagði Brynhildur. Alþingi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Sjá meira
„Var Panama-lekinn kannski okkur að kenna líka? Það virðist vera sem svo að allt sem hafi misfarist sé okkur að kenna,“ sagði Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata á þingi í dag. Tilefnið voru ummæli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem hafði kennt stjórnarandstöðunni um að illa gengi að klára mikilvæg mál. „Það er með ólíkindum að hafa orðið vitni að því hvernig stjórnarandstaðan hefur lagst gegn mjög stórum hagsmunamálum alveg sérstaklega hér í lok þings,“ sagði Jón og nefndi jöfnun lífeyrisréttinda, frumvarp um raflínur til að Bakka, frumvarpið um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem dæmi um málefni sem stjórnarandstaðan hefði staðið í vegi fyrir að næðu í gegn. Þessu voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki sammála og kom Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í ræðustól en hafði þó ekki mörg orð um ræðu Jóns. „Þetta er svo mikið leikrit að mér blöskrar. Ég vona að fólk sjái í gegnum þetta,“ sagði Halldóra. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaðir Bjartrar framtíðar, var ekki sátt við ummæli Jóns og sagði að hvorki hann né aðrir þingmenn vissu hvernig hún myndi haga atkvæði sínu í Bakkamálinu, hefði það komið til þings en ríkisstjórnin dró frumvarp sitt um raflínur að Bakka til baka í dag. Þá sagði hún fráleitt að halda því fram að stjórnarandstaðan hafi staðið í vegi fyrir jöfnun lífeyrisréttinda. „Það er með ólíkindum að heyra því haldið fram að stjórnarandstaðan hafi staðið í vegi fyrir því máli. Ég held að stjórnarandstaðan hafi verið meira áfram um að klára það mál en fulltrúar meirihlutans,“ sagði Brynhildur.
Alþingi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Sjá meira