Hver þorir að hreinsa til í spillingarbælunum? Sigurður Einarsson skrifar 12. október 2016 10:16 Mikil spilling hefur blómstrað á Íslandi eftir efnahagshrunið 2008 sem aldrei fyrr. Spillingin hefur haft mikil áhrif á starfsemi Sérstaks saksóknara, síðar Héraðssaksóknara. Um það verða skrifaðar lærðar bækur í framtíðinni. Spillingin blasir við þegar skoðað er hverjir eru ákærðir og hverjir ekki. Ég hef verið ákærður sem stjórnarformaður Kaupþings fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Þessum ákærum hef ég alfarið hafnað og engin gögn né vitnisburður benda til sektar minnar. Samt var ég dæmdur. Það vill svo til að hér á landi voru reknir tveir aðrir stórir bankar fyrir efnahagshrunið. Þar gengdu tveir mætir menn störfum stjórnarformanna. Bankastjórar og aðrir starfsmenn beggja þessara banka hafa verið ákærðir með sambærilegum hætti og fyrrum starfsmenn Kaupþings. Stjórnarformenn þessara tveggja banka hafa ekki verið ákærðir. Ég er ekki að halda því fram að stjórnarformenn Landsbankans og Íslandsbanka hafi brotið nokkur lög. Ekki frekar en ég sem stjórnarformaður Kaupþings. Það er samt þannig að þessi sérmeðferð á mér hefur vakið sérstaka athygli lögmanna og annarra sem fylgst hafa með meðhöndlun mála í höndum starfsmanna Embættis sérstaks saksóknara og hjá dómstólum. Nú þegar hefur verið dæmt í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans og er ákæran í því máli í aðalatriðum eins og sambærilegt mál Kaupþings. Ákærurnar eru meira að segja gefnar út sama dag. Nánast eini munurinn á ákærunum er að í Landsbankamálinu er stjórnarformaður ekki ákærður en ég sem stjórnarformaður Kaupþings var ákærður og dæmdur. Stjórnarformaður Landsbankans var þó með starfsaðstöðu í höfuðstöðvum bankans við Austurstræti ásamt bankastjórunum Sigurjóni Árnasyni og Halldóri Kristjánssyni. Auk þess var stjórnarformaður Landsbankans, sonur hans og félög tengd þeim feðgum stærstu hluthafar bankans. Til samanburðar bjó ég með fjölskyldu minni í London og þar var mín starfsstöð allt ákærutímabilið. Eignarhlutur minn í Kaupþingi var innan við 1% og því óverulegur ef hlutfallið er borið saman við eignarhluta stjórnarformanns Landsbankans og nánustu ættmenna hans. Engin gögn né vitnisburður í málinu benda til þess að ég hafi haft afskipti eða aðkomu af rekstri deildar eigin viðskipta Kaupþings. Ég vissi af tilvist deildarinna í bankanum en hafði aldrei nokkurn grun um að þar gæti neitt óeðlilegt átt sér stað hvað þá ólöglegt. Það var auðvitað áfall þegar mér barst ákæra í máli þar sem hvergi hefur verið sýnt fram á aðkomu mínu sem í sannarlega var engin. Engin rök eru fyrir því að ákæra mig fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun fyrst svo var ekki gert í tilviki stjórnarformanns Landbankans. Fyrrum stjórnendur Glitnis hafa verið ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik á sambærilegum forsendum og stjórnendur Kaupþings og Landsbankans hafa nú verið dæmdir fyrir. Í þriðja kafla ákærunnar er bankastjórinn Lárus Welding ákærður fyrir umboðssvik sem falist hafi í því að hann hafi misnotað aðstöðu sína hjá bankanum með því að lána fé til félaga með takmarkaða ábyrgð án nægjanlegra trygginga og skapað með því fjártjónshættu. Stjórnarformaður Glitnis á þessum tíma var sá mæti maður Þorsteinn Már Baldvinsson. Hann er ekki ákærður í málinu. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þá mismunun sem hér blasir við. Bankastjóri Glitnis er ákærður fyrir umboðssvik vegna 14 nánar tilgreindra tilvika. Fyrir liggur að hann tók ákvörðun um lánveitingarnar að höfðu samráði við stjórnarformann bankans og með samþykki hans og stjórnarformaðurinn áritaði eigin hendi samþykki sitt á lánabeiðnirnar. Þetta brýtur gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og stjórnsýslulaga sem leiða skal til frávísunar. Í fyrsta lagi ber að líta til þeirrar stefnuyfirlýsingar af hálfu stjórnarskrárgjafans sem birtist í 65. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, sbr. 3. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, en þar er að finna hina almennu jafnræðisreglu um að allir skuli jafnir fyrir lögunum. Þetta er grundvallarregla sem stjórnvöldum, þar með talið ákæruvaldinu, ber að virða í öllum störfum sínum. Ákæruvaldið er einnig bundið af annarri mun sérhæfðari jafnræðisreglu en það er 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þar sem kveðið er á um að stjórnvöld skuli við úrlausn mála gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti. Stjórnvöldum ber að gæta að þessara reglna við meðferð þess opinbera valds sem þeim hefur verið fengið, þannig að mál sem eru sambærileg í lagalegu tilliti hljóti sams konar úrlausn. Í sjöundu grein mannréttindasáttmála Sameinuðuþjóðanna segir; "Allir skulu jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á jafnri vernd þeirra, án nokkurrar mismununar. Ber öllum jafn réttur til verndar gegn hvers konar mismunun, sem í bága brýtur við yfirlýsingu þessa, svo og gagnvart hvers konar áeggjan til slíkrar mismununar." Þetta rifjar upp fyrir mér gamalt mál sem ég var næstum búinn að gleyma og fékk tölvert á mig á sínum tíma. Spillingarmál sem ég taldi vera algert einsdæmi og vonaði að slík spilling myndi aldrei endurtaka sig í réttarríkinu Íslandi. Sú von mín hefur aldeilis ekki gengið eftir, því miður. Það mál sem ég er að vísa til er angi af hinu svonefnda Baugsmál og á rætur sínar í sameiningu Hagkaupa og Bónus. Á þeim tíma voru Kaupþing og Fjárfestingarbanki Atvinnulífsins ráðgjafar aðila í viðskiptunum. Það kom í minn hlut sem þáverandi forstjóra Kaupþings og Bjarna Ármanssonar þáverandi forstjóra FBA að undirrita ráðningar- og kaupréttarsamninga við framkvæmdastjórn hins sameinaða félags. Þrír menn skipuðu framkvæmdastjórn Baugs Group hf. Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson, og Óskar Magnússon. Samningarnir við þremenningana voru að mestu leiti eins nema launaupphæðir samninga voru mismunandi. Launaupphæðin sem kom í hlut Óskars var hæst. Allir fóru þremenningarnir eins með kaupréttarsamninga sína. Sú meðferð leiddi til ákæru á hendur Jóni Ásgeiri og Tryggva. Einn þessara þriggja manna, Óskar Magnússon, var ekki ákærður í málinu þótt greiðslur sem gengu til hans persónulega hafi verið síst verið minni en þeirra sem ákærðir voru í málinu. Í grein sem Eiríkur Tómasson fyrrverandi lagaprófessor og núverandi dómari við Hæstarétt Íslands, skrifaði árið 2003, um ákæruvaldið í ljósi jafnræðisreglna, fellur eins og heitið gefur til kynna afar vel að því efni sem hér er til umfjöllunar. Í síðustu málsgrein á bls. 56 segir höfundur: „Stöku sinnum leikur enginn vafi á því að atvik eru þau sömu og aðstæður sakborninga sömuleiðis. Ef tveir menn á sama aldri, sem aldrei hafa gerst brotlegir við lög, brjótast t.d. inn í hús á sama tíma og hafa á brott með sér sömu verðmæti bryti það augljóslega gegn jafnræðisreglunni ef annar þeirra yrði ákærður, en fallið frá saksókn á hendur hinum. Í þessu dæmi skiptir ekki máli hvort sakborningarnir hafa framið brotið saman eða hvor í sínu lagi.“ Á bls. 58, við síðustu greinarskil, nefnir Eiríkur að það stoði almennt ekki fyrir þann sem er ákærður að benda á að aðrir hafi komist upp með að brjóta af sér án þess að það hafi leitt til aðgerða af hálfu yfirvalda en síðan segir hann: „Þó getur verið að um svo augljósa og hróplega mismunun sé að ræða að slíkt teljist vera brot á jafnræðisreglunni. Það á sér í lagi við þegar um er að ræða samverknað þar sem fleiri menn eru viðriðnir sama brot. Sé mál eins þeirra fellt niður eða fallið frá saksókn á hendur honum af sérstökum ástæðum geta jafnræðissjónarmið réttlætt það að mál annars fái sömu afgreiðslu séu skilyrði á annað borð fyrir hendi til þess.“ Um afleiðingu þess að ákæruvaldið virði ekki jafnræðisregluna segir Eiríkur á bls. 65, næstsíðustu greinarskilum: "Þess ber þó að geta að skv. 4.mgr. 122.gr. opl. [1. mgr. 159. gr. sakamálalaga] hefur dómari heimild til þess að vísa máli frá dómi ef hann telur svo bersýnilega annmarka á því að ekki verði bætt úr þeim undir rekstri málsins. Ef augljósri mismunun hefði verið beitt við útgáfu ákæru með því t.d. að ákæra aðeins einn sakborninga, en ekki aðra þótt eins væri ástatt um þá, væri mögulegt fyrir dómara, með hliðsjón af jafnræðisreglunni, að vísa máli frá dómi vegna vanreifunar þannig að færi gæfist á að falla frá saksókn á hendur þeim, sem ákærður var, eða gefa eftir atvikum út ákæru að nýju." Þrátt fyrir þetta var málaferlum gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva haldið til streitu í mörg ár. Óskar Magnússon sem gerði nákvæmlega það sama og tvímenningarnir var aldrei ákærður. Embætti saksóknara hefur í kjölfar efnahagskreppunar stundað enn grófari spillingu en hér um ræðir og skal engan furða að Mannréttindadómstóll Evrópu rannsaki nú mörg mál þar sem athugasemdir hafa verið gerðar við vinnubrögð Embættisins og dómstóla hér á landi. Það sem er sýnu verra er að dómstólarnir spila eftir flautu saksóknara og taka á fullu þátt í spillingunni. Í upphafi nefndi ég þá meðferð sem ég hef fengið í samanburði við stjórnarformenn annarra banka. Ég gæti nefnt fjölmörg önnur dæmi sem eru svipuð. Það bíður betri tíma. Greinilegt er af þessu að ekki gilda sömu lög fyrir alla. Nú fara kosningar í hönd og hefur mörgum stjórnmálamönnum verið tíðrætt um spillingu sem þurfi að uppræta. Ég vil leyfa mér að halda því fram, að ekki sé til alvarlegri spilling en sú sem hér birtist þar sem lögin eru brotin og stjórnarskrárbundin mannréttindi virt að vettugi. Fróðlegt verður að sjá hvort stjórnmálamenn framtíðarinnar hafi hugrekki til að hreinsa til í spillingarbælum, Héraðssaksóknara og dómstólanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Mikil spilling hefur blómstrað á Íslandi eftir efnahagshrunið 2008 sem aldrei fyrr. Spillingin hefur haft mikil áhrif á starfsemi Sérstaks saksóknara, síðar Héraðssaksóknara. Um það verða skrifaðar lærðar bækur í framtíðinni. Spillingin blasir við þegar skoðað er hverjir eru ákærðir og hverjir ekki. Ég hef verið ákærður sem stjórnarformaður Kaupþings fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Þessum ákærum hef ég alfarið hafnað og engin gögn né vitnisburður benda til sektar minnar. Samt var ég dæmdur. Það vill svo til að hér á landi voru reknir tveir aðrir stórir bankar fyrir efnahagshrunið. Þar gengdu tveir mætir menn störfum stjórnarformanna. Bankastjórar og aðrir starfsmenn beggja þessara banka hafa verið ákærðir með sambærilegum hætti og fyrrum starfsmenn Kaupþings. Stjórnarformenn þessara tveggja banka hafa ekki verið ákærðir. Ég er ekki að halda því fram að stjórnarformenn Landsbankans og Íslandsbanka hafi brotið nokkur lög. Ekki frekar en ég sem stjórnarformaður Kaupþings. Það er samt þannig að þessi sérmeðferð á mér hefur vakið sérstaka athygli lögmanna og annarra sem fylgst hafa með meðhöndlun mála í höndum starfsmanna Embættis sérstaks saksóknara og hjá dómstólum. Nú þegar hefur verið dæmt í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans og er ákæran í því máli í aðalatriðum eins og sambærilegt mál Kaupþings. Ákærurnar eru meira að segja gefnar út sama dag. Nánast eini munurinn á ákærunum er að í Landsbankamálinu er stjórnarformaður ekki ákærður en ég sem stjórnarformaður Kaupþings var ákærður og dæmdur. Stjórnarformaður Landsbankans var þó með starfsaðstöðu í höfuðstöðvum bankans við Austurstræti ásamt bankastjórunum Sigurjóni Árnasyni og Halldóri Kristjánssyni. Auk þess var stjórnarformaður Landsbankans, sonur hans og félög tengd þeim feðgum stærstu hluthafar bankans. Til samanburðar bjó ég með fjölskyldu minni í London og þar var mín starfsstöð allt ákærutímabilið. Eignarhlutur minn í Kaupþingi var innan við 1% og því óverulegur ef hlutfallið er borið saman við eignarhluta stjórnarformanns Landsbankans og nánustu ættmenna hans. Engin gögn né vitnisburður í málinu benda til þess að ég hafi haft afskipti eða aðkomu af rekstri deildar eigin viðskipta Kaupþings. Ég vissi af tilvist deildarinna í bankanum en hafði aldrei nokkurn grun um að þar gæti neitt óeðlilegt átt sér stað hvað þá ólöglegt. Það var auðvitað áfall þegar mér barst ákæra í máli þar sem hvergi hefur verið sýnt fram á aðkomu mínu sem í sannarlega var engin. Engin rök eru fyrir því að ákæra mig fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun fyrst svo var ekki gert í tilviki stjórnarformanns Landbankans. Fyrrum stjórnendur Glitnis hafa verið ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik á sambærilegum forsendum og stjórnendur Kaupþings og Landsbankans hafa nú verið dæmdir fyrir. Í þriðja kafla ákærunnar er bankastjórinn Lárus Welding ákærður fyrir umboðssvik sem falist hafi í því að hann hafi misnotað aðstöðu sína hjá bankanum með því að lána fé til félaga með takmarkaða ábyrgð án nægjanlegra trygginga og skapað með því fjártjónshættu. Stjórnarformaður Glitnis á þessum tíma var sá mæti maður Þorsteinn Már Baldvinsson. Hann er ekki ákærður í málinu. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þá mismunun sem hér blasir við. Bankastjóri Glitnis er ákærður fyrir umboðssvik vegna 14 nánar tilgreindra tilvika. Fyrir liggur að hann tók ákvörðun um lánveitingarnar að höfðu samráði við stjórnarformann bankans og með samþykki hans og stjórnarformaðurinn áritaði eigin hendi samþykki sitt á lánabeiðnirnar. Þetta brýtur gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og stjórnsýslulaga sem leiða skal til frávísunar. Í fyrsta lagi ber að líta til þeirrar stefnuyfirlýsingar af hálfu stjórnarskrárgjafans sem birtist í 65. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, sbr. 3. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, en þar er að finna hina almennu jafnræðisreglu um að allir skuli jafnir fyrir lögunum. Þetta er grundvallarregla sem stjórnvöldum, þar með talið ákæruvaldinu, ber að virða í öllum störfum sínum. Ákæruvaldið er einnig bundið af annarri mun sérhæfðari jafnræðisreglu en það er 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þar sem kveðið er á um að stjórnvöld skuli við úrlausn mála gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti. Stjórnvöldum ber að gæta að þessara reglna við meðferð þess opinbera valds sem þeim hefur verið fengið, þannig að mál sem eru sambærileg í lagalegu tilliti hljóti sams konar úrlausn. Í sjöundu grein mannréttindasáttmála Sameinuðuþjóðanna segir; "Allir skulu jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á jafnri vernd þeirra, án nokkurrar mismununar. Ber öllum jafn réttur til verndar gegn hvers konar mismunun, sem í bága brýtur við yfirlýsingu þessa, svo og gagnvart hvers konar áeggjan til slíkrar mismununar." Þetta rifjar upp fyrir mér gamalt mál sem ég var næstum búinn að gleyma og fékk tölvert á mig á sínum tíma. Spillingarmál sem ég taldi vera algert einsdæmi og vonaði að slík spilling myndi aldrei endurtaka sig í réttarríkinu Íslandi. Sú von mín hefur aldeilis ekki gengið eftir, því miður. Það mál sem ég er að vísa til er angi af hinu svonefnda Baugsmál og á rætur sínar í sameiningu Hagkaupa og Bónus. Á þeim tíma voru Kaupþing og Fjárfestingarbanki Atvinnulífsins ráðgjafar aðila í viðskiptunum. Það kom í minn hlut sem þáverandi forstjóra Kaupþings og Bjarna Ármanssonar þáverandi forstjóra FBA að undirrita ráðningar- og kaupréttarsamninga við framkvæmdastjórn hins sameinaða félags. Þrír menn skipuðu framkvæmdastjórn Baugs Group hf. Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson, og Óskar Magnússon. Samningarnir við þremenningana voru að mestu leiti eins nema launaupphæðir samninga voru mismunandi. Launaupphæðin sem kom í hlut Óskars var hæst. Allir fóru þremenningarnir eins með kaupréttarsamninga sína. Sú meðferð leiddi til ákæru á hendur Jóni Ásgeiri og Tryggva. Einn þessara þriggja manna, Óskar Magnússon, var ekki ákærður í málinu þótt greiðslur sem gengu til hans persónulega hafi verið síst verið minni en þeirra sem ákærðir voru í málinu. Í grein sem Eiríkur Tómasson fyrrverandi lagaprófessor og núverandi dómari við Hæstarétt Íslands, skrifaði árið 2003, um ákæruvaldið í ljósi jafnræðisreglna, fellur eins og heitið gefur til kynna afar vel að því efni sem hér er til umfjöllunar. Í síðustu málsgrein á bls. 56 segir höfundur: „Stöku sinnum leikur enginn vafi á því að atvik eru þau sömu og aðstæður sakborninga sömuleiðis. Ef tveir menn á sama aldri, sem aldrei hafa gerst brotlegir við lög, brjótast t.d. inn í hús á sama tíma og hafa á brott með sér sömu verðmæti bryti það augljóslega gegn jafnræðisreglunni ef annar þeirra yrði ákærður, en fallið frá saksókn á hendur hinum. Í þessu dæmi skiptir ekki máli hvort sakborningarnir hafa framið brotið saman eða hvor í sínu lagi.“ Á bls. 58, við síðustu greinarskil, nefnir Eiríkur að það stoði almennt ekki fyrir þann sem er ákærður að benda á að aðrir hafi komist upp með að brjóta af sér án þess að það hafi leitt til aðgerða af hálfu yfirvalda en síðan segir hann: „Þó getur verið að um svo augljósa og hróplega mismunun sé að ræða að slíkt teljist vera brot á jafnræðisreglunni. Það á sér í lagi við þegar um er að ræða samverknað þar sem fleiri menn eru viðriðnir sama brot. Sé mál eins þeirra fellt niður eða fallið frá saksókn á hendur honum af sérstökum ástæðum geta jafnræðissjónarmið réttlætt það að mál annars fái sömu afgreiðslu séu skilyrði á annað borð fyrir hendi til þess.“ Um afleiðingu þess að ákæruvaldið virði ekki jafnræðisregluna segir Eiríkur á bls. 65, næstsíðustu greinarskilum: "Þess ber þó að geta að skv. 4.mgr. 122.gr. opl. [1. mgr. 159. gr. sakamálalaga] hefur dómari heimild til þess að vísa máli frá dómi ef hann telur svo bersýnilega annmarka á því að ekki verði bætt úr þeim undir rekstri málsins. Ef augljósri mismunun hefði verið beitt við útgáfu ákæru með því t.d. að ákæra aðeins einn sakborninga, en ekki aðra þótt eins væri ástatt um þá, væri mögulegt fyrir dómara, með hliðsjón af jafnræðisreglunni, að vísa máli frá dómi vegna vanreifunar þannig að færi gæfist á að falla frá saksókn á hendur þeim, sem ákærður var, eða gefa eftir atvikum út ákæru að nýju." Þrátt fyrir þetta var málaferlum gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva haldið til streitu í mörg ár. Óskar Magnússon sem gerði nákvæmlega það sama og tvímenningarnir var aldrei ákærður. Embætti saksóknara hefur í kjölfar efnahagskreppunar stundað enn grófari spillingu en hér um ræðir og skal engan furða að Mannréttindadómstóll Evrópu rannsaki nú mörg mál þar sem athugasemdir hafa verið gerðar við vinnubrögð Embættisins og dómstóla hér á landi. Það sem er sýnu verra er að dómstólarnir spila eftir flautu saksóknara og taka á fullu þátt í spillingunni. Í upphafi nefndi ég þá meðferð sem ég hef fengið í samanburði við stjórnarformenn annarra banka. Ég gæti nefnt fjölmörg önnur dæmi sem eru svipuð. Það bíður betri tíma. Greinilegt er af þessu að ekki gilda sömu lög fyrir alla. Nú fara kosningar í hönd og hefur mörgum stjórnmálamönnum verið tíðrætt um spillingu sem þurfi að uppræta. Ég vil leyfa mér að halda því fram, að ekki sé til alvarlegri spilling en sú sem hér birtist þar sem lögin eru brotin og stjórnarskrárbundin mannréttindi virt að vettugi. Fróðlegt verður að sjá hvort stjórnmálamenn framtíðarinnar hafi hugrekki til að hreinsa til í spillingarbælum, Héraðssaksóknara og dómstólanna.
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar