Vill vita hversu mikið Aron og „útlendingarnir“ elska Bandaríkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. október 2016 09:45 Clint Dempsey er frá Texas en Aron úr Grafarvogi en báðir spila fyrir Bandaríkin. vísir/getty Abby Wambach, fyrrverandi framherji bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta, efast um ást „útlendinganna“ í karlalandsliðinu á Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í viðtali við hana í New York Times. Wambach er langt frá því hrifin af stefnu Jürgens Klinsmanns, þjálfara karlaliðsins, að sækja leikmenn í bandaríska liðið sem eru ekki frá Bandaríkjunum en hafa tengingu við Bandaríkin. Klinsmann hefur sótt nokkra Þjóðverja, Norðmanninn Mix Diskerud og auðvitað Íslendinginn Aron Jóhannsson sem bjó í Alabama þar til hann var þriggja ára gamall. Það er í raun eina tenging Arons við Bandaríkin en hann á að baki 19 landsleiki og spilaði á HM 2014 fyrir liðið.Sjá einnig:Wambach viðurkennir að hafa verið háð áfengi og lyfseðilsskyldum lyfjum Wambach, sem kvaddi bandaríska liðið fyrr á þessu ári eftir 255 leiki og 184 mörk, hefur áður talað opinskátt um andúð sína á Klinsmann en hún sagði í viðtali við ESPN á síðasta ári að hún vill láta reka þjóðverjann. „Ég myndi reka Jürgen [Klinsmann]. Ég tel að þessi tilraun með hann sem landsliðsþjálfara hafi ekki gengið upp. Hann hefur ekki einbeitt nægilega vel að uppbyggingu yngri leikmanna. Þó að hann segi það þá hefur hann ekki gert það að mínu mati," sagði Wambach og bætti við: „Það að hann hafi komið inn með fullt af erlendum leikmönnum inn í liðið er eitthvað sem ég mun aldrei trúa á. Í mínu hjarta trúi ég ekki á slík vinnubrögð.“Abby Wambach vill helst að Bandaríkjamenn spili fyrir Bandaríkin.vísir/gettyNógu mikil ást? Í viðtalinu í New York Times beinir Wambach spjótum sínum frekar að leikmönnunum sjálfum. Hún segist ekki sammála því sem Klinsmann hefur gert en það sé hennar skoðun og hún hafi rétt á henni. „Mér finnst það svolítið skrítið að strákar sem hafa aldrei búið í Bandaríkjunum spili fyrir Bandaríkin því þeir náðu að redda sér vegabréfi. Fyrir mér lítur þetta út eins og þeir voru ekki nógu góðir til að spila fyrir sín landslið og koma því hingað,“ segir Wambach sem efast um hvort þeir hafi metnaðinn til að standa sig vel fyrir þjóð sem þeir eru ekki frá. „Hafa þeir þetta drápseðli sem þarf til? Ég veit það ekki. Ég væri til í að setjast niður með Mix Diskerud og sumum af þessum strákum og ræða þetta við þá.“ „Ég væri til í að skilja hversu mikið þeir elska landið sitt. Ég trúi að hægt sé að elska tvö lönd en ég væri til í að heyra það frá þeim og ég held að fleiri væru til í að heyra það.“ „Ef á endanum þetta er heimskuleg skoðun mun ég rétta upp hönd og viðurkenna mistök mín en ég vil eiga þessar samræður,“ segir Abby Wambach. Fótbolti Mest lesið Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Íslenski boltinn Lærisveinar Solskjær úr leik Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Körfubolti „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ Körfubolti Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Sem betur fer spilum við innanhúss” Körfubolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fleiri fréttir KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? City mun mæta Real eða Bayern í umspilinu Hákon kom að marki í stórsigri og Lille tryggði sig beint áfram Sigur á Spáni lyfti Skyttunum upp í þriðja sætið Liverpool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu Man City komst í umspilið eftir allt saman Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Freyr sagður vilja Sævar Atla til Brann Leiðarlok hjá Gerrard og Al Ettifaq Foden skýtur á Southgate Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Amorim og Rashford talast ekki við Allt sem þú þarft að vita fyrir lokaumferð Meistaradeildarinnar í kvöld Ein besta knattspyrnukona heims gifti sig og skipti um nafn Mikael Egill semur við Genoa en klárar tímabilið í Feneyjum Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Freyr óttast það versta eftir leiðindaatvik á æfingu Brann Sjá meira
Abby Wambach, fyrrverandi framherji bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta, efast um ást „útlendinganna“ í karlalandsliðinu á Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í viðtali við hana í New York Times. Wambach er langt frá því hrifin af stefnu Jürgens Klinsmanns, þjálfara karlaliðsins, að sækja leikmenn í bandaríska liðið sem eru ekki frá Bandaríkjunum en hafa tengingu við Bandaríkin. Klinsmann hefur sótt nokkra Þjóðverja, Norðmanninn Mix Diskerud og auðvitað Íslendinginn Aron Jóhannsson sem bjó í Alabama þar til hann var þriggja ára gamall. Það er í raun eina tenging Arons við Bandaríkin en hann á að baki 19 landsleiki og spilaði á HM 2014 fyrir liðið.Sjá einnig:Wambach viðurkennir að hafa verið háð áfengi og lyfseðilsskyldum lyfjum Wambach, sem kvaddi bandaríska liðið fyrr á þessu ári eftir 255 leiki og 184 mörk, hefur áður talað opinskátt um andúð sína á Klinsmann en hún sagði í viðtali við ESPN á síðasta ári að hún vill láta reka þjóðverjann. „Ég myndi reka Jürgen [Klinsmann]. Ég tel að þessi tilraun með hann sem landsliðsþjálfara hafi ekki gengið upp. Hann hefur ekki einbeitt nægilega vel að uppbyggingu yngri leikmanna. Þó að hann segi það þá hefur hann ekki gert það að mínu mati," sagði Wambach og bætti við: „Það að hann hafi komið inn með fullt af erlendum leikmönnum inn í liðið er eitthvað sem ég mun aldrei trúa á. Í mínu hjarta trúi ég ekki á slík vinnubrögð.“Abby Wambach vill helst að Bandaríkjamenn spili fyrir Bandaríkin.vísir/gettyNógu mikil ást? Í viðtalinu í New York Times beinir Wambach spjótum sínum frekar að leikmönnunum sjálfum. Hún segist ekki sammála því sem Klinsmann hefur gert en það sé hennar skoðun og hún hafi rétt á henni. „Mér finnst það svolítið skrítið að strákar sem hafa aldrei búið í Bandaríkjunum spili fyrir Bandaríkin því þeir náðu að redda sér vegabréfi. Fyrir mér lítur þetta út eins og þeir voru ekki nógu góðir til að spila fyrir sín landslið og koma því hingað,“ segir Wambach sem efast um hvort þeir hafi metnaðinn til að standa sig vel fyrir þjóð sem þeir eru ekki frá. „Hafa þeir þetta drápseðli sem þarf til? Ég veit það ekki. Ég væri til í að setjast niður með Mix Diskerud og sumum af þessum strákum og ræða þetta við þá.“ „Ég væri til í að skilja hversu mikið þeir elska landið sitt. Ég trúi að hægt sé að elska tvö lönd en ég væri til í að heyra það frá þeim og ég held að fleiri væru til í að heyra það.“ „Ef á endanum þetta er heimskuleg skoðun mun ég rétta upp hönd og viðurkenna mistök mín en ég vil eiga þessar samræður,“ segir Abby Wambach.
Fótbolti Mest lesið Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Íslenski boltinn Lærisveinar Solskjær úr leik Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Körfubolti „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ Körfubolti Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Sem betur fer spilum við innanhúss” Körfubolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fleiri fréttir KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? City mun mæta Real eða Bayern í umspilinu Hákon kom að marki í stórsigri og Lille tryggði sig beint áfram Sigur á Spáni lyfti Skyttunum upp í þriðja sætið Liverpool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu Man City komst í umspilið eftir allt saman Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Freyr sagður vilja Sævar Atla til Brann Leiðarlok hjá Gerrard og Al Ettifaq Foden skýtur á Southgate Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Amorim og Rashford talast ekki við Allt sem þú þarft að vita fyrir lokaumferð Meistaradeildarinnar í kvöld Ein besta knattspyrnukona heims gifti sig og skipti um nafn Mikael Egill semur við Genoa en klárar tímabilið í Feneyjum Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Freyr óttast það versta eftir leiðindaatvik á æfingu Brann Sjá meira