Lögreglumenn sækja í önnur störf vegna álags Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. október 2016 06:00 Lögreglumönnum hefur fækkað mjög á landinu öllu frá árinu 2007. Á sama tímabili hefur íbúum landsins fjölgað og sprenging orðið í fjölda ferðamanna sem heimsækja landið. Rannsóknarlögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu segir að álagið hafi aukist mjög og lögreglumenn finni fyrir því. „Við horfum á brottfall úr stéttinni því álagið bara eykst og eykst,“ segir Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður. Í hans deild eiga að starfa átta manns en að undanförnu hafa þeir verið fjórir.Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður.vísir/gvaÍ svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, kemur fram að starfandi lögreglumenn og afleysingamenn nú eru 642. Árið 2007 voru þeir tæplega hundrað fleiri. Fæstir voru starfandi lögreglumenn árið 2014 eða 622. Á tímabilinu hefur lögreglumönnum fækkað í öllum umdæmum nema á Vestur- og Suðurlandi. Þar hefur þeim fjölgað um þrjá. Á sama tímabili hefur íbúum landsins fjölgað um 25 þúsund og fjöldi ferðamanna sem heimsækja landið hefur þrefaldast. Árið 2007 voru 2,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa en talan er nú 1,9.Sjá einnig:Lögreglustarfið mannskemmandi: Öll mál sem varða börn rista djúpt „Þetta hljómar eflaust eins og úlfur, úlfur en staðreyndin er sú að við erum fyrir löngu komin fram hjá þolmörkum,“ segir Jökull. Hann segir að allt í kringum sig sjái hann áhrif þess hve fáir standa eftir. „Álagsveikindi hafa aukist og aðrir hreinlega brenna út. Fólk afkastar ekki eins miklu í þessari stöðu.“ Hann tekur dæmi um að tveir ungir og frambærilegir lögreglumenn hafi hætt á dögunum til að hefja störf á bílaleigu. „Að undanförnu hefur borið á því að yngra fólkið fer, því lífsgæði snúast ekki um meiri yfirvinnu. Lífsgæði snúast um það að verja tíma með sínum nánustu og sinna áhugamálum, helst óþreyttur,“ segir Jökull. „Veikindi hafa verið að aukast, bæði skammtíma- og langtímaveikindi, en við eigum ekki tölur um það,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. „Það er einnig staðreynd að lögreglumenn hafa verið að segja upp í auknum mæli sökum ástandsins.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mun færri lögreglumenn að störfum þrátt fyrir fólksfjölgun og ferðamannastraum Lögreglumönnum hefur fækkað til muna undanfarin níu ár. 11. október 2016 15:30 Hafa miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála Lögreglufélag Norðurlands Vestra segir lögregluþjóna ekki geta brugðist við innan eðlilegs útkallstíma. 7. október 2016 20:49 Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05 Segja ástandið hafa aldrei verið jafn slæmt og nú Lögreglufélag Reykjavíkur hefur miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála. 9. október 2016 18:15 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Lögreglumönnum hefur fækkað mjög á landinu öllu frá árinu 2007. Á sama tímabili hefur íbúum landsins fjölgað og sprenging orðið í fjölda ferðamanna sem heimsækja landið. Rannsóknarlögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu segir að álagið hafi aukist mjög og lögreglumenn finni fyrir því. „Við horfum á brottfall úr stéttinni því álagið bara eykst og eykst,“ segir Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður. Í hans deild eiga að starfa átta manns en að undanförnu hafa þeir verið fjórir.Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður.vísir/gvaÍ svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, kemur fram að starfandi lögreglumenn og afleysingamenn nú eru 642. Árið 2007 voru þeir tæplega hundrað fleiri. Fæstir voru starfandi lögreglumenn árið 2014 eða 622. Á tímabilinu hefur lögreglumönnum fækkað í öllum umdæmum nema á Vestur- og Suðurlandi. Þar hefur þeim fjölgað um þrjá. Á sama tímabili hefur íbúum landsins fjölgað um 25 þúsund og fjöldi ferðamanna sem heimsækja landið hefur þrefaldast. Árið 2007 voru 2,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa en talan er nú 1,9.Sjá einnig:Lögreglustarfið mannskemmandi: Öll mál sem varða börn rista djúpt „Þetta hljómar eflaust eins og úlfur, úlfur en staðreyndin er sú að við erum fyrir löngu komin fram hjá þolmörkum,“ segir Jökull. Hann segir að allt í kringum sig sjái hann áhrif þess hve fáir standa eftir. „Álagsveikindi hafa aukist og aðrir hreinlega brenna út. Fólk afkastar ekki eins miklu í þessari stöðu.“ Hann tekur dæmi um að tveir ungir og frambærilegir lögreglumenn hafi hætt á dögunum til að hefja störf á bílaleigu. „Að undanförnu hefur borið á því að yngra fólkið fer, því lífsgæði snúast ekki um meiri yfirvinnu. Lífsgæði snúast um það að verja tíma með sínum nánustu og sinna áhugamálum, helst óþreyttur,“ segir Jökull. „Veikindi hafa verið að aukast, bæði skammtíma- og langtímaveikindi, en við eigum ekki tölur um það,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. „Það er einnig staðreynd að lögreglumenn hafa verið að segja upp í auknum mæli sökum ástandsins.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mun færri lögreglumenn að störfum þrátt fyrir fólksfjölgun og ferðamannastraum Lögreglumönnum hefur fækkað til muna undanfarin níu ár. 11. október 2016 15:30 Hafa miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála Lögreglufélag Norðurlands Vestra segir lögregluþjóna ekki geta brugðist við innan eðlilegs útkallstíma. 7. október 2016 20:49 Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05 Segja ástandið hafa aldrei verið jafn slæmt og nú Lögreglufélag Reykjavíkur hefur miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála. 9. október 2016 18:15 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Mun færri lögreglumenn að störfum þrátt fyrir fólksfjölgun og ferðamannastraum Lögreglumönnum hefur fækkað til muna undanfarin níu ár. 11. október 2016 15:30
Hafa miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála Lögreglufélag Norðurlands Vestra segir lögregluþjóna ekki geta brugðist við innan eðlilegs útkallstíma. 7. október 2016 20:49
Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05
Segja ástandið hafa aldrei verið jafn slæmt og nú Lögreglufélag Reykjavíkur hefur miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála. 9. október 2016 18:15