Innlent

N4 neitað um styrk frá hreppi

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
N4 vildu 250 þúsund króna styrk til að gera þætti um Suðurland.
N4 vildu 250 þúsund króna styrk til að gera þætti um Suðurland. vísir/valgeir gíslason
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hafnaði beiðni sjónvarpsstöðvarinnar N4 um styrk á sveitarstjórnarfundi í síðustu viku.

Sjónvarpsstöðin óskaði eftir styrk upp á 250 þúsund krónur til að framleiða 12 þátta seríu „Að sunnan“.

María Björk Ingvadóttir, framkvæmda- og framleiðslustjóri N4, sendi sveitarstjórninni bréf þar sem verkefnið var kynnt en hafði ekki erindi sem erfiði og hafnaði sveitarstjórnin beiðninni.

N4 var stofnað árið 2000 og er eini fjölmiðillinn sem er með höfuðstöðvar sínar og ritstjórn utan höfuðborgarsvæðisins.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×