Innlent

Rauf reynslulausn með því að kýla dyravörð á Kaffi Amor

Anton Egilsson skrifar
Maðurinn var dæmdur í sjö mánaða fangelsi.
Maðurinn var dæmdur í sjö mánaða fangelsi. vísir/heiða
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í sjö mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn játaði brot sín skýlaust fyrir dómi en með sakfellingunni rauf hann skilyrði reynslulausnar sem honum var veitt í febrúar 2013.

Líkamsárásin átti sér stað þann 1. janúar 2015 fyrir utan skemmtistaðinn Kaffi Amor á Akureyri. Þar sló maðurinn dyravörð á staðnum hnefahöggi í andlitið, með þeim afleiðingum að hann hlaut eymsli, mar og bólgu yfir vinstri kjálka og sár vinstra megin í munni.

Í dómnum kemur fram að þrátt fyrir fremur ungan aldur eigi maðurinn talsverðan sakaferil að baki. Auk þess að hafa ítrekað gerst brotlegur gegn umferðarlögum var hann í júlí 2012 dæmdur til tíu mánaða fangelsisvistar í Danmörku fyrir fíkniefnasölu. Þá var hann dæmdur í í fjögurra mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot í Héraðsdómi Reykjaness í janúar 2013.

Lesa má dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×