Innlent

Tveir ræstitæknar dæmdir fyrir stuld á sígarettum

Anton Egilsson skrifar
Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands Eystra.
Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands Eystra. Vísir
Héraðsdómur Norðurlands Eystra hefur dæmt mann og konu í skilorðsbundið fangelsi fyrir stuld á sígrarettum.  Bæði störfuðu þau sem ræstitæknar í verslun.

Konan var dæmd til tveggja mánaða skilorðsbundins fangelsis fyrir að hafa á tímabilinu 2012 þar til málið komst upp í janúar árið 2016 stolið ótilteknu magni af sígrarettum úr versluninni.  

Maðurinn var dæmdur til eins mánaðar skilorðsbundins fangelsis fyrir að hafa stolið fjórum sígarettupökkum úr sömu verslun.

Til þess var horft við ákvörðun refsingar að hvorug eiga þau sakaferil að baki auk þess sem að þau játuðu brot sitt skýlaust fyrir dómi.

Hér má lesa dóm Héraðsdóms Norðurlands Eystra í heild sinni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×