Innlent

Þriðjungur ók of hratt í námunda við grunnskóla

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Lögerglan segir niðurstöðurnar vonbrigði.
Lögerglan segir niðurstöðurnar vonbrigði. vísir/ernir
Um þriðjungur ökumanna, eða 34 prósent þeirra sem óku í eða við nágrenni 23 grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu vikum skólaársins,  keyrðu of hratt, samkvæmt hraðamælingum lögreglu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haldið úti sérstöku umferðareftirliti við grunnskóla undanfarnar vikur.

Meðalhraði hinna brotlegu var 43,5 kílómetrar á klukkustund en sá sem hraðast ók mældist á 66 kílómetrum á klukkustund, þar sem meðalhraði var 30 km. Sá á yfir höfði sér sviptingu ökuleyfis. Hraðakstur við skólana var misslæmur en var verstur í námunda við Hólabrekkuskóla og Fellaskóla þar sem helmingur ökumanna ók of hratt.

Hlutfall þeirra sem óku of hratt á þessu sama tímabili í fyrra var 28 prósent og segir lögreglan í tilkynningu að niðurstöðurnar í ár séu vonbrigði. Eru því ökumenn hvattir til að aka varlega, ekki síst í námunda við skóla.

Hraðamælingarnar voru gerðar ýmist við skólana eða á þekktum gönguleiðum barna til og frá skóla. Í öllum tilfellum var um að ræða götur þar sem leyfður hámarkshraði er 30 km. Myndavélabíll lögreglunnar sinnti verkefninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×