Innlent

Handtekinn tvisvar með þriggja tíma millibili

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Lögreglan á Suðurnesjum handtók á dögunum mann á þrítugsaldri tvisvar sinnum á einum degi. Nánar tiltekið með þriggja klukkustunda millibili. Fyrst var maðurinn handtekinn klukkan rúmlega níu að morgni vegna glannalegs aksturs. Síðan fyrir þjófnað.

Þegar hann var handtekinn vegna aksturs reyndist hann undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann var sviptur ökuréttindum og færður í fangaklefa.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni barst tilkynning þremur tímum seinna um mann í annarlegu ástandi. Þá var maðurinn að reyna að stela vörum úr verslun ÁTVR og skartgripaverslun. Honum hafði verið sleppt skömmu áður og var hann nú grunaður um að hafa stolið þremur hálsmenum úr skartgripaversluninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×