Innlent

Á vonandi fullt af peningum á gleymdum reikningi í Danmörku

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Berglind Íris Hansdóttir spilaði á sínum tíma yfir 100 landsleiki með Íslandi í handbolta.
Berglind Íris Hansdóttir spilaði á sínum tíma yfir 100 landsleiki með Íslandi í handbolta. mynd/ole nielsen
„Ég vona auðvitað að þarna sé alveg fullt af peningum en held að innistæðan sé nú bara nokkrar krónur,“ segir Berglind Íris Hansdóttir en nafn hennar kemur fyrir í gleymdum bankareikningum Danmerkur. Þarlend skattayfirvöld auglýstu nýverið eftir fólki sem hugsanlega ætti inni fé á sparnaðarreikningum í dönskum bönkum.

Reikningarnir hafa ekki verið hreyfðir í yfir tvö ár. Samkvæmt upplýsingum sem dönsk skattayfirvöld hafa fengið eru upphæðirnar inni á sumum reikningum verulegar. Þannig er hæsta innistæðan hátt í hundrað milljónir íslenskra króna.

„Ég hafði ekki hugmynd um þennan reikning og veit ekkert hvað þetta er mikið. Í raun veit ég ekkert meira en það sem stendur á vísi.is,“ segir Berglind.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×