Enski boltinn

Rashford: Auðvelt að tala við Zlatan

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rashford og Zlatan fagna.
Rashford og Zlatan fagna. vísir/getty
Enska ungstirnið hjá Man. Utd, Marcus Rashford, er þakklátur fyrir að fá að æfa með Zlatan Ibrahimovic og Wayne Rooney.

„Þetta er búið að vera frábært. Það er fullt af heimsklassaleikmönnum í liðinu okkar og það eru forréttindi fyrir okkur ungu mennina að vera með Zlatan og Rooney í liðinu,“ sagði Rashford.

„Ég, Martial og Lingard lærum svo mikið af þeim. Að sjá þá æfa, sjá hvaða hugarfar þeir búa yfir og hvernig þeir æfa. Það er mjög mikilvægt og ekki hægt að biðja um það betra.

„Það er mjög auðvelt að tala við Zlatan og vera með honum. Hann nálgast alla leiki á sama hátt. Það er að vinna. Hann vill vinna alla leiki, sama hver andstæðingurinn er. Honum er alveg sama hvar við spilum. Hann vill finna lausnir til að vinna. Þetta er hugarfarið sem þarf til að vera á toppnum. Þar hefur hann verið í mörg ár.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×