Eiður ánægður með strákana en skýtur létt á Alfreð fyrir brasilíska hornfánadansinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. október 2016 09:45 Eiður Smári Guðjohnsen og Alfreð Finnbogason eru markaskorar. Og dansarar? vísir/getty Ísland vann Tyrkland, 2-0, í þriðja leik liðsins í undankeppni HM 2018 í fótbolta á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Liðið er ósigrað með sjö stig eftir þrjá leiki, jafnmörg stig og Króatía sem Ísland mætir næst í Zagreb. Fyrra mark Íslands í gær var sjálfsmark miðvarðarins Omers Toprak en það síðara falleg afgreiðsla Alfreðs Finnbogasonar eftir aðra stoðsendingu Kára Árnasonar í undankeppninni.Sjá einnig:Lars sendi Heimi sms strax eftir leik Alfreð er heldur betur að nýta tækifærið í fjarveru Kolbeins Sigþórssonar, en Alfreð er búinn að skora í öllum þremur leikjum Íslands í undankeppninni til þessa og í heildina þrjú mörk. Hann er næstmarkahæstur á eftir Thomas Müller og Mario Mandzukic en sá síðarnefndi setti þrennu í leik gegn Kósóvó.Strákarnir okkar réðu lögum og lofum í leiknum gegn Tyrklandi í gærkvöldi. Fyrri hálfleikurinn var sérstaklega góður en Ísland hefði getað skorað enn fleiri mörk. Strákarnir okkar stýrðu leiknum algjörlega. Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekkert verið með íslenska landsliðinu í þessari undankeppni en hann spilaði síðast í 5-2 tapinu gegn Frakklandi í átta liða úrslitum EM í sumar. Hann var að horfa á leikinn í gær og var sáttur með sína stráka.Sjá einnig:„Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Hann hrósaði íslenska liðinu fyrir frábæra spilamennsku og frábær mörk en skaut létt á Alfreð Finnbogason fyrir hornfánadansinn sem fylgdi fagninu eftir að hann skoraði annað mark Íslands. Eiður setti emoji af apanum fræga að halda fyrir augun þegar hann talaði um fagnið hjá Alfreð og merkti svo tístið með kassamerkinu #BrazilianAlfred. Alfreð, sem er nú búinn að skora tíu mörk í 39 landsleikjum, svaraði þeim markahæsta eftir leikinn og sagðist hafa lært af þeim besta. Líklega var Alfreð að tala um afgreiðsluna í markinu en ekki þennan annars skemmtilega dans. En hver veit? Frabaer fyrri halfleikur, frabaer mörk og eitt fagn....#ISLTUR #brazilianAlfred— Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) October 9, 2016 Lærði af þeim besta https://t.co/mdanCTRgpk — Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) October 9, 2016 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00 „Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00 Tyrkir tættir í sundur í Dalnum Öflugt tyrkneskt lið reyndist engin fyrirstaða fyrir það íslenska í frábærum landsleik á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Ísland hélt hreinu í fyrsta sinn í mótsleik í ár og spilaði frábærlega, frá aftasta manni til þess fremsta. 10. október 2016 06:00 Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira
Ísland vann Tyrkland, 2-0, í þriðja leik liðsins í undankeppni HM 2018 í fótbolta á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Liðið er ósigrað með sjö stig eftir þrjá leiki, jafnmörg stig og Króatía sem Ísland mætir næst í Zagreb. Fyrra mark Íslands í gær var sjálfsmark miðvarðarins Omers Toprak en það síðara falleg afgreiðsla Alfreðs Finnbogasonar eftir aðra stoðsendingu Kára Árnasonar í undankeppninni.Sjá einnig:Lars sendi Heimi sms strax eftir leik Alfreð er heldur betur að nýta tækifærið í fjarveru Kolbeins Sigþórssonar, en Alfreð er búinn að skora í öllum þremur leikjum Íslands í undankeppninni til þessa og í heildina þrjú mörk. Hann er næstmarkahæstur á eftir Thomas Müller og Mario Mandzukic en sá síðarnefndi setti þrennu í leik gegn Kósóvó.Strákarnir okkar réðu lögum og lofum í leiknum gegn Tyrklandi í gærkvöldi. Fyrri hálfleikurinn var sérstaklega góður en Ísland hefði getað skorað enn fleiri mörk. Strákarnir okkar stýrðu leiknum algjörlega. Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekkert verið með íslenska landsliðinu í þessari undankeppni en hann spilaði síðast í 5-2 tapinu gegn Frakklandi í átta liða úrslitum EM í sumar. Hann var að horfa á leikinn í gær og var sáttur með sína stráka.Sjá einnig:„Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Hann hrósaði íslenska liðinu fyrir frábæra spilamennsku og frábær mörk en skaut létt á Alfreð Finnbogason fyrir hornfánadansinn sem fylgdi fagninu eftir að hann skoraði annað mark Íslands. Eiður setti emoji af apanum fræga að halda fyrir augun þegar hann talaði um fagnið hjá Alfreð og merkti svo tístið með kassamerkinu #BrazilianAlfred. Alfreð, sem er nú búinn að skora tíu mörk í 39 landsleikjum, svaraði þeim markahæsta eftir leikinn og sagðist hafa lært af þeim besta. Líklega var Alfreð að tala um afgreiðsluna í markinu en ekki þennan annars skemmtilega dans. En hver veit? Frabaer fyrri halfleikur, frabaer mörk og eitt fagn....#ISLTUR #brazilianAlfred— Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) October 9, 2016 Lærði af þeim besta https://t.co/mdanCTRgpk — Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) October 9, 2016
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00 „Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00 Tyrkir tættir í sundur í Dalnum Öflugt tyrkneskt lið reyndist engin fyrirstaða fyrir það íslenska í frábærum landsleik á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Ísland hélt hreinu í fyrsta sinn í mótsleik í ár og spilaði frábærlega, frá aftasta manni til þess fremsta. 10. október 2016 06:00 Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira
Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00
„Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00
Tyrkir tættir í sundur í Dalnum Öflugt tyrkneskt lið reyndist engin fyrirstaða fyrir það íslenska í frábærum landsleik á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Ísland hélt hreinu í fyrsta sinn í mótsleik í ár og spilaði frábærlega, frá aftasta manni til þess fremsta. 10. október 2016 06:00