Enski boltinn

Mahrez: Arsenal vildi fá mig en ég var mjög dýr

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Riyad Mahrez.
Riyad Mahrez. vísir/getty
Riyad Mahrez, leikmaður Englandsmeistara Leicester, opinberaði í viðtali við Canal Football Club að Arsenal reyndi að fá hann í sumar eftir frábæra leiktíð með Refunum á síðasta tímabili.

Leicester hafði engan áhuga á að missa einn sinn allra besta leikmann og ákvað Alsíringurinn ekki að vera með neitt vesen og reyna að knýja fram sölu til Lundúnarliðsins.

„Arsenal hafði samband en Leicester vild halda mér og ég var mjög dýr. Ég vildi ekki búa til neitt vesen þegar tilboðið kom. Persónulega finnst mér gott mál að ég fór ekki neitt. Nú er bara undir mér komið að sanna mig aftur,“ sagði Mahrez.

Alsíringurinn skrifaði undir nýjan samning við Leicester til ársins 2020 en því var haldið fram að Leicester hefði tekið 40 milljóna punda tilboði Arsenal í sumar og hann væri á útleið.

Mahrez skoraði 17 mörk og lagði upp tíu í 37 leikjum fyrir Leicester á síðustu leiktíð er liðið varð Englandsmeistari í fyrsta skipti í sögu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×