Innlent

Morsárbrúnni miðar vel

Þorgeir Helgason skrifar
Morsárbrúin sem er um 70 metra löng mun leysa gömlu Skeiðarábrúna af.
Morsárbrúin sem er um 70 metra löng mun leysa gömlu Skeiðarábrúna af. Mynd/Stefán Björn
„Brúardekkið er tilbúið til steypu. Við ætluðum að steypa þessa helgi en við þurftum að fresta því fram til þeirrar næstu vegna veðurs,“ sagði Sveinn Þórðarson brúarsmiður sem vinnur að byggingu tvíbreiðrar Morsárbrúar sem mun leysa Skeiðarárbrúna af hólmi.

Skeiðarárbrú, sem er einbreið, er í slæmu ástandi. Oft í viku skemmast hjólbarðar bíla sem aka um hana. Hætt verður að beina umferð um brúna þegar Morsárbrúin er tilbúin og fé hefur verið veitt til að tengja hana við þjóðveginn.

Við byggingu brúarinnar eru notaðir átján steypubílar sem aka alls 22 þúsund kílómetra með steypu frá Vík í Mýrdal að Morsá, en alls verða notaðir um 560 rúmmetrar af steypu við framkvæmdina.

Áætlað er að Morsárbrú verði tilbúin eftir fjórar til fimm vikur. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×