Enski boltinn

Ragnar lagði upp mark í stórsigri Fulham

Ragnar í leik með Fulham.
Ragnar í leik með Fulham. vísir/getty
Ragnar Sigurðsson og félagar unnu 5-0 sigur á Huddersfield Town í dag, en Ragnar Sigurðsson lagði upp fyrsta mark Fulham.

Chris Martin skoraði fyrsta markið eftir undirbúning Ragnars á áttundu mínútu, en Tomas Kalas tvöfaldaði forystuna.

Lucas Piazon kom svo Fulham í 3-0 fyrir hlé, en þeir Chris Martin og Kevin McDonald innsigluðu svo 5-0 stórsigur Fulham.

Ragnar Sigurðsson spilaði allan leikinn í miðri vörn Fulham, en liðið er í ellefta sæti deildarinnar með 21 stig.

Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn fyrir Bristol sem gerði 2-2 jafntefli við Barnsley á útivelli, en Briston er í sjötta sætinu með 24 stig.

Aron Einar Gunnarsson og félagar töpuðu 1-0 fyrir Wigan á heimavelli í dag, en Cardiff er í 21. sætinu með 15 stig. Aron Einar spilaði allan leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×