Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2016 21:30 Weiner hefur verið flæktur í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. Kona hans er einn nánasti samstarfmaður Clinton. Vísir/Getty Löggæsluyfirvöld í Bandaríkjunum segja að tölvupóstarnir sem urðu til þess að FBI rannsakar nú Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata, og notkun hennar á tölvupóstum sem utanríkisráðherra, hafi komið frá Anthony Weiner, umdeildum fyrrum þingmanni, og konu hans Huma Abedin. New York Times greinir frá.Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI vegna smáskilaboða sem hann á að hafa sent til 15 ára gamallar stúlku. Kona hans Abedin, einn nánasti ráðgjafi Clinton, er lykilstarfsmaður í kosningabaráttu Clinton og hefur starfað með henni um árabil. Í rannsókn sinni á Weiner gerði FBI ýmis tæki þeirra hjóna upptæk og samkvæmt heimildum New York Times fundust hinir nýju tölvupóstar eftir að að það var gert. Fyrr á árinu rannsakaði FBI meðhöndlun Clinton á ríkisleyndarmálum þar sem hún notaði ekki öruggt tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar heldur sitt eigið póstfang þegar hún starfaði sem utanríkisráðherra á árunum 2009 til 2013. Ekki var mælt með að Clinton yrði ákærð vegna málsins. Þrátt fyrir það sagði FBI að Clinton hefði sýnt af sér alvarlega vanrækslu í starfi með tölvupóstnotkun sinni. FBI rannsakar nú hina nýju tölvupósta og hvort að í þeim hafi leynst upplýsingar sem flokka megi sem ríkisleyndarmál. Aðeins ellefu dagar eru til kosninga og þykir víst að rannsókn FBI muni hrista upp í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Eiginkona Weiner komin með nóg eftir að hann var gripinn í bólinu í þriðja sinn Huma Abedin, einn nánasti samstarfsmaður Hillary Clinton, er loks búinn að sparka eiginmannin sínum, hinum umdeilda Anthony Weiner. 29. ágúst 2016 20:53 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Löggæsluyfirvöld í Bandaríkjunum segja að tölvupóstarnir sem urðu til þess að FBI rannsakar nú Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata, og notkun hennar á tölvupóstum sem utanríkisráðherra, hafi komið frá Anthony Weiner, umdeildum fyrrum þingmanni, og konu hans Huma Abedin. New York Times greinir frá.Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI vegna smáskilaboða sem hann á að hafa sent til 15 ára gamallar stúlku. Kona hans Abedin, einn nánasti ráðgjafi Clinton, er lykilstarfsmaður í kosningabaráttu Clinton og hefur starfað með henni um árabil. Í rannsókn sinni á Weiner gerði FBI ýmis tæki þeirra hjóna upptæk og samkvæmt heimildum New York Times fundust hinir nýju tölvupóstar eftir að að það var gert. Fyrr á árinu rannsakaði FBI meðhöndlun Clinton á ríkisleyndarmálum þar sem hún notaði ekki öruggt tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar heldur sitt eigið póstfang þegar hún starfaði sem utanríkisráðherra á árunum 2009 til 2013. Ekki var mælt með að Clinton yrði ákærð vegna málsins. Þrátt fyrir það sagði FBI að Clinton hefði sýnt af sér alvarlega vanrækslu í starfi með tölvupóstnotkun sinni. FBI rannsakar nú hina nýju tölvupósta og hvort að í þeim hafi leynst upplýsingar sem flokka megi sem ríkisleyndarmál. Aðeins ellefu dagar eru til kosninga og þykir víst að rannsókn FBI muni hrista upp í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Eiginkona Weiner komin með nóg eftir að hann var gripinn í bólinu í þriðja sinn Huma Abedin, einn nánasti samstarfsmaður Hillary Clinton, er loks búinn að sparka eiginmannin sínum, hinum umdeilda Anthony Weiner. 29. ágúst 2016 20:53 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30
Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00
Eiginkona Weiner komin með nóg eftir að hann var gripinn í bólinu í þriðja sinn Huma Abedin, einn nánasti samstarfsmaður Hillary Clinton, er loks búinn að sparka eiginmannin sínum, hinum umdeilda Anthony Weiner. 29. ágúst 2016 20:53