Tæklum spillinguna Jón Þór Ólafsson skrifar 28. október 2016 07:00 Sem markaðssinni sem mælist til hægri í stjórnmálum er mér ljóst að hægri flokkarnir eru illfærir um að efla virka samkeppni, skattaeftirlit og tækla spillingu vegna hagsmunatengsla. Hagsmunatengslin eru skiljanleg því með því að nota almannavald í þágu sérhagsmuna – sem er skilgreiningin á pólitískri spillingu – hafa ráðandi flokkar fengið aðstoð sérhagsmunaaðila við atkvæðaveiðar. Píratar eru til af því að Internetið og samfélagsmiðlarnir hafa breytt þessu. Í dag þarf ekki aðstoð sérhagsmunaaðila til að ná til kjósenda. Núna er því tækifæri til að tækla þessa óþarfa spillingu sem skilar aðeins velmegun fyrir mjög fáa á kostnað okkar allra. Fyrrverandi saksóknari, Eva Joly, hefur boðist til að aðstoða Pírata við að stöðva brot í skattaskjólum. Samkeppniseftirlitið segir að bann við stjórnarsetu yfirstjórnenda sem brjóta samkeppnislög og það að auðvelda skaðabótamál gegn lögbrjótunum muni bíta. Það er fámennur hópur sem mannar flestar stjórnir stórfyrirtækja í landinu. Sameinuðu þjóðirnar vilja senda sérfræðinga til að aðstoða okkur við að leiða í lög samninginn gegn spillingu sem Ísland samþykkti fyrir sex árum. Minni spilling og virkari samkeppni þýðir meiri verðmætasköpun og hagkvæmara rekstrarumhverfi fyrir langflesta. Spilling er sóun. Það besta sem gerðist fyrir flest Sjálfstæðisfólk og aðra markaðssinna væri umbótastjórn Pírata svo þegar Sjálfstæðisflokkurinn kemst aftur til valda neyðist forystan til að sinna betur grunnstefnu flokksins í stað sérhagsmunagæslu. Miðju-vinstristjórn sem færir okkur markaðsverð fyrir auðlindirnar og aðrar ríkiseignir, stóreflir heilbrigðisþjónustuna, tæklar spillingu, eykur virka samkeppni og eflir lýðræðið með nýju stjórnarskránni er í dag farsæl fyrir framtíð flestra sem hallast til hægri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Sem markaðssinni sem mælist til hægri í stjórnmálum er mér ljóst að hægri flokkarnir eru illfærir um að efla virka samkeppni, skattaeftirlit og tækla spillingu vegna hagsmunatengsla. Hagsmunatengslin eru skiljanleg því með því að nota almannavald í þágu sérhagsmuna – sem er skilgreiningin á pólitískri spillingu – hafa ráðandi flokkar fengið aðstoð sérhagsmunaaðila við atkvæðaveiðar. Píratar eru til af því að Internetið og samfélagsmiðlarnir hafa breytt þessu. Í dag þarf ekki aðstoð sérhagsmunaaðila til að ná til kjósenda. Núna er því tækifæri til að tækla þessa óþarfa spillingu sem skilar aðeins velmegun fyrir mjög fáa á kostnað okkar allra. Fyrrverandi saksóknari, Eva Joly, hefur boðist til að aðstoða Pírata við að stöðva brot í skattaskjólum. Samkeppniseftirlitið segir að bann við stjórnarsetu yfirstjórnenda sem brjóta samkeppnislög og það að auðvelda skaðabótamál gegn lögbrjótunum muni bíta. Það er fámennur hópur sem mannar flestar stjórnir stórfyrirtækja í landinu. Sameinuðu þjóðirnar vilja senda sérfræðinga til að aðstoða okkur við að leiða í lög samninginn gegn spillingu sem Ísland samþykkti fyrir sex árum. Minni spilling og virkari samkeppni þýðir meiri verðmætasköpun og hagkvæmara rekstrarumhverfi fyrir langflesta. Spilling er sóun. Það besta sem gerðist fyrir flest Sjálfstæðisfólk og aðra markaðssinna væri umbótastjórn Pírata svo þegar Sjálfstæðisflokkurinn kemst aftur til valda neyðist forystan til að sinna betur grunnstefnu flokksins í stað sérhagsmunagæslu. Miðju-vinstristjórn sem færir okkur markaðsverð fyrir auðlindirnar og aðrar ríkiseignir, stóreflir heilbrigðisþjónustuna, tæklar spillingu, eykur virka samkeppni og eflir lýðræðið með nýju stjórnarskránni er í dag farsæl fyrir framtíð flestra sem hallast til hægri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar