Sem betur fer standa stjórnmálamenn ekki við loforð sín Lars Christensen skrifar 26. október 2016 09:00 Um næstu helgi ganga Íslendingar til þingkosninga sem lengi hefur verið beðið eftir. Ef skoðanakannanir reynast réttar megum við búast við miklum pólitískum breytingum. Hins vegar held ég að á margan hátt verði allt að „ganga sinn vanagang“ hvað þjóðhagfræðilegt ástand varðar, af þeirri einföldu ástæðu að það hefur temprandi áhrif á alla stjórnmálaflokka að komast til valda. Í kosningabaráttunni núna hafa mörg loforð verið gefin um aukin opinber útgjöld – hvort sem það er í félagslegar bætur, menntun eða innviði – og það er nokkuð ljóst að ef nýkjörin ríkisstjórn stendur við öll þessi loforð þá kæmust ríkisfjármál á Íslandi í mikil vandræði. Raunar freistast ég til að segja að landið stæði frammi fyrir ríkisskuldakreppu.Fjármálamarkaðirnir segja okkur að slaka áEf Ísland gæti staðið frammi fyrir ríkisskuldakreppu ef ný ríkisstjórn stæði við öll loforð sín, af hverju fara þá fjármálamarkaðirnir ekki af hjörunum? Ástæðan er auðvitað sú að fjárfestar búast ekki við því að ný ríkisstjórn standi raunverulega við öll loforð sín um ný ríkisútgjöld. Reyndar eru alls engin merki um að fjármálamarkaðirnir hafi áhyggjur af kosningunum. Fyrir mér er það traustvekjandi en ég hefði ekki búist við neinu öðru því ég held að stjórnmálamenn hafi tilhneigingu til að hlaupast frá loforðum sínum þegar þeir komast til valda – guði sé lof fyrir það. Það eru ýmsar ástæður fyrir þessu. Í fyrsta lagi þarf að gera tilslakanir til að koma stefnu sinni í gegn og það þýðir að maður getur einfaldlega ekki náð öllu fram sem maður vill, jafnvel þótt maður sé allur af vilja gerður. Í öðru lagi verður hvaða ríkisstjórn sem er fyrr eða síðar að gera sér grein fyrir því að hún stendur frammi fyrir útgjaldatakmörkum og til langs tíma er einfaldlega ekki hægt að eyða meiru en aflað er. Auðvitað er hægt að gera það í vissan tíma en ef fjárlagahallinn verður of mikill vilja fjárfestar einfaldlega ekki lengur fjármagna hallann og vextir rjúka upp. Það er auðvitað hægt að segja Seðlabankanum að fjármagna hallann með peningaprentun en ég veit ekki um neinn íslenskan stjórnmálamann sem vill í alvöru breyta Íslandi í Venesúela. Í þriðja lagi, ef ný ríkisstjórn byrjar að eyða peningum eins og enginn sé morgundagurinn mun Seðlabankinn örugglega hækka stýrivexti til að halda aftur af verðbólguþrýstingi sem svona aukin ríkisútgjöld valda. Sérhver ríkisstjórn yrði að taka þetta með í reikninginn. Loks er það þannig í flestum vestrænum lýðræðisríkjum að þegar jafnvel pópúlískustu flokkar komast til valda virðast ráðherraembættin gera menn miklu raunsærri þegar kemur að ríkisfjármálunum. Mjög gott dæmi um þetta er öfgavinstriflokkurinn Syriza í Grikklandi sem varð að svíkja flest loforð sín eftir að hann komst til valda. Af þessum ástæðum held ég ekki að ný ríkisstjórn á Íslandi verði eins óábyrg og sumir gætu óttast – það eru einfaldlega hindranir frá fjármálamörkuðunum, Seðlabankanum og almennum stofnunum á Íslandi, sem koma í veg fyrir að ný ríkisstjórn sleppi alveg fram af sér beislinu. Að því sögðu væri það efnahagslega hættulegt fyrir nýja ríkisstjórn að reyna að gleyma þeirri staðreynd að maður getur ekki lengi eytt meiri peningum en maður aflar. Það á við um fjölskyldur, fyrirtæki og ríkisstjórnir. Það verður helsta verkefni nýs fjármálaráðherra að minna kjósendur og nýja þingmenn á þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um næstu helgi ganga Íslendingar til þingkosninga sem lengi hefur verið beðið eftir. Ef skoðanakannanir reynast réttar megum við búast við miklum pólitískum breytingum. Hins vegar held ég að á margan hátt verði allt að „ganga sinn vanagang“ hvað þjóðhagfræðilegt ástand varðar, af þeirri einföldu ástæðu að það hefur temprandi áhrif á alla stjórnmálaflokka að komast til valda. Í kosningabaráttunni núna hafa mörg loforð verið gefin um aukin opinber útgjöld – hvort sem það er í félagslegar bætur, menntun eða innviði – og það er nokkuð ljóst að ef nýkjörin ríkisstjórn stendur við öll þessi loforð þá kæmust ríkisfjármál á Íslandi í mikil vandræði. Raunar freistast ég til að segja að landið stæði frammi fyrir ríkisskuldakreppu.Fjármálamarkaðirnir segja okkur að slaka áEf Ísland gæti staðið frammi fyrir ríkisskuldakreppu ef ný ríkisstjórn stæði við öll loforð sín, af hverju fara þá fjármálamarkaðirnir ekki af hjörunum? Ástæðan er auðvitað sú að fjárfestar búast ekki við því að ný ríkisstjórn standi raunverulega við öll loforð sín um ný ríkisútgjöld. Reyndar eru alls engin merki um að fjármálamarkaðirnir hafi áhyggjur af kosningunum. Fyrir mér er það traustvekjandi en ég hefði ekki búist við neinu öðru því ég held að stjórnmálamenn hafi tilhneigingu til að hlaupast frá loforðum sínum þegar þeir komast til valda – guði sé lof fyrir það. Það eru ýmsar ástæður fyrir þessu. Í fyrsta lagi þarf að gera tilslakanir til að koma stefnu sinni í gegn og það þýðir að maður getur einfaldlega ekki náð öllu fram sem maður vill, jafnvel þótt maður sé allur af vilja gerður. Í öðru lagi verður hvaða ríkisstjórn sem er fyrr eða síðar að gera sér grein fyrir því að hún stendur frammi fyrir útgjaldatakmörkum og til langs tíma er einfaldlega ekki hægt að eyða meiru en aflað er. Auðvitað er hægt að gera það í vissan tíma en ef fjárlagahallinn verður of mikill vilja fjárfestar einfaldlega ekki lengur fjármagna hallann og vextir rjúka upp. Það er auðvitað hægt að segja Seðlabankanum að fjármagna hallann með peningaprentun en ég veit ekki um neinn íslenskan stjórnmálamann sem vill í alvöru breyta Íslandi í Venesúela. Í þriðja lagi, ef ný ríkisstjórn byrjar að eyða peningum eins og enginn sé morgundagurinn mun Seðlabankinn örugglega hækka stýrivexti til að halda aftur af verðbólguþrýstingi sem svona aukin ríkisútgjöld valda. Sérhver ríkisstjórn yrði að taka þetta með í reikninginn. Loks er það þannig í flestum vestrænum lýðræðisríkjum að þegar jafnvel pópúlískustu flokkar komast til valda virðast ráðherraembættin gera menn miklu raunsærri þegar kemur að ríkisfjármálunum. Mjög gott dæmi um þetta er öfgavinstriflokkurinn Syriza í Grikklandi sem varð að svíkja flest loforð sín eftir að hann komst til valda. Af þessum ástæðum held ég ekki að ný ríkisstjórn á Íslandi verði eins óábyrg og sumir gætu óttast – það eru einfaldlega hindranir frá fjármálamörkuðunum, Seðlabankanum og almennum stofnunum á Íslandi, sem koma í veg fyrir að ný ríkisstjórn sleppi alveg fram af sér beislinu. Að því sögðu væri það efnahagslega hættulegt fyrir nýja ríkisstjórn að reyna að gleyma þeirri staðreynd að maður getur ekki lengi eytt meiri peningum en maður aflar. Það á við um fjölskyldur, fyrirtæki og ríkisstjórnir. Það verður helsta verkefni nýs fjármálaráðherra að minna kjósendur og nýja þingmenn á þetta.
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar