Kveikt var í fjölda tjalda og skýla í búðum flóttamanna í frönsku hafnarborginni í Calais, sem hafa gengið undir nafninu Frumskóginum, í gærkvöldi og í nótt.
Franskir fjölmiðlar hafa greint frá því að sýrlenskur flóttamaður hafi verið fluttur á sjúkrahús eftir að gaskútar sprungu í einum brunanum.
Í frétt SVT segir að hópur flóttamanna hafi kveikt í skýlunum í gærkvöldi og nótt.
Frönsk yfirvöld vinna nú að því að loka búðunum og koma þeim sem hafa hafist við fyrir á heimilum fyrir hælisleitendur annars staðar í Frakklandi. Þeir sem hafa dvalið í Frumskóginum stefna þó langflestir að því að komast til Bretlands, þar sem margir hafa reynt að smygla sér um borð í vörubíla sem stefnt er til Bretlands um Ermarsundsgöngin.
Að sögn var steinum kastað á slökkviliðsmenn í nótt og þurftu þeir vernd lögreglu þegar unnið var að því að slökkva elda.
Búið er að flytja um fjögur þúsund flóttamenn á brott úr Frumskóginum en starfinu verður haldið áfram næstu daga. Talið er að um sjö þúsund flóttamenn hafi dvalið í búðunum.
Kveikt í tjöldum og skýlum í Frumskóginum

Tengdar fréttir

Átök milli flóttafólks og lögreglu í Calais
Til stendur að rífa búðirnar sem gengið hafa undir nafninu Frumskógurinn á mánudaginn.

Frakkar byrjaðir að ryðja Frumskóginn í Calais
Flytja á fólkið sem þar dvelur í aðrar búðir í Frakklandi en talið er að um sjö þúsund manns hafist við í Frumskóginum við afar slæman aðbúnað.

Frakkar rýma búðirnar í Calais
Þúsundir flóttamanna hafa verið fluttar til flóttamannabúða víðs vegar um Frakkland. Bretar hafa verið tregir til að taka við meira en þúsund fylgdarlausum börnum sem eiga rétt á að sameinast ættingjum sínum í Bretlandi.