Erlent

Frakkar byrjaðir að ryðja Frumskóginn í Calais

Fjölmargir hafa síðustu mánuði og ár reynt að smygla sér um borð í vörubíla á leið til Bretlands um Ermarsundsgöngin.
Fjölmargir hafa síðustu mánuði og ár reynt að smygla sér um borð í vörubíla á leið til Bretlands um Ermarsundsgöngin. Vísir/AFP
Rúmlega 1.200 lögreglumenn og aðrir opinberir starfsmenn eru nú komnir til frönsku hafnarborgarinnar Calais þar sem til stendur að loka flóttamannabúðunum illræmdu sem nefndar eru Frumskógurinn í daglegu tali.

Flytja á fólkið sem þar dvelur í aðrar búðir í Frakklandi en talið er að um sjö þúsund manns hafist við í Frumskóginum við afar slæman aðbúnað.

Tugir hælisleitenda voru þegar komnir í röð nú í morgunsárið til að komast um borð í rútur sem flytja þá á brott en óttast er að hluti hópsins neiti að yfirgefa búðirnar.

Ástæða þess er sú að fólkið í Frumskóginum er flest allt að reyna að komast yfir til Bretlandseyja og ef það verður flutt á annan stað í Frakklandi minnka líkurnar á því að það takist.

Fjölmargir hafa síðustu mánuði og ár reynt að smygla sér um borð í vörubíla á leið til Bretlands um Ermarsundsgöngin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×