Twitter, Spotify og Netflix lágu niðri eftir stóra netárás Una Sighvatsdóttir skrifar 22. október 2016 13:07 Hakkararnir virðast hafa notað nettengd heimilistæki til árásarinnar. Vísir/Getty Stór netárás var gerð í Bandaríkjunum í gær og olli því að fjöldi vinsælla vefsíða, svo sem Twitter, Spotify og Netflix, lá niðri um tíma. Hakkararnir virðast hafa notað nettengd heimilistæki til árásarinnar. Íslenskir tístarar urðu þess margir varir í gærkvöldi að Twitter lá niðri um tíma. Það sama átti við um fleiri stórar vefsíður með milljónir notenda á heimsvísu, svo sem Netflix, Spotify, Reddit og Airbnb. Þá lá vefsíða New York Times einnig niðri. Dagblaðið greinir nú frá því að ástæðan hafi verið tölvuárás sem gerð var á bandaríska fyrirtækið Dyn, sem er eitt af þeim sem hefur umsjón með DNS kerfinu svo nefnda um netþjóna. Með öðrum orðum heldur Dyn utan um innviði internetsins. Haft er eftir öryggissérfræðingum Dyn að árásarinnar hafi fyrst orðið vart á austurströnd Bandaríkjanna þar sem aðgangur lokaðist að fjölda vefsíða strax í gærmorgun, en það hafi síðan breiðst út um Bandaríkin í vesturátt í þremur bylgjum þegar leið á daginn og fram á kvöld. Það sem vekur sérstakan ugg er að hakkararnir að baki árásinni virðast hafa brotið sér leið inn í kerfið í gegnum hundruð þúsunda smárra raftækja sem tengd eru netinu á heimilum fólks. Má þar nefna prentara, vefmyndavélar, netbeina og jafnvel barnahlustunartæki. Án vitneskju eigenda tækjanna tóku hakkararnir yfri stjórn á þeim til þess að samræma óvænta bylgju af netumferð gegnum tækin, sem lamaði netþjóna. Árásin er nú til rannsóknar bæði hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI og hjá heimavarnarráði Bandaríkjanna. New York Times hefur eftir sérfræðingi hjá Dyn að fyrirtækið og önnur sem hýsi burðarvirki Internetsins verði í vaxandi mæli fyrir alvarlegum árásum. Bæði hafi slíkum árásum fjölgað en þær séu einnig orðnar flóknari í framkvæmd og standi yfir í lengri tíma, sem gerir það erfiðara að standa þær af sér. Öryggissérfræðingar hafa um nokkra hríð varað við því að vaxandi samþættingu tækja í daglegu lífi sem tengd eru netinu, svokölluðu internet hlutanna eða internet of things, fylgi risastórar öryggisáskoranir. New York Times segir að árásin í gær sé aðeins forsmekkurinn af því hvernig þessi tæknibylting gæti verið notuð til frekari netárása í framtíðinni. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Stór netárás var gerð í Bandaríkjunum í gær og olli því að fjöldi vinsælla vefsíða, svo sem Twitter, Spotify og Netflix, lá niðri um tíma. Hakkararnir virðast hafa notað nettengd heimilistæki til árásarinnar. Íslenskir tístarar urðu þess margir varir í gærkvöldi að Twitter lá niðri um tíma. Það sama átti við um fleiri stórar vefsíður með milljónir notenda á heimsvísu, svo sem Netflix, Spotify, Reddit og Airbnb. Þá lá vefsíða New York Times einnig niðri. Dagblaðið greinir nú frá því að ástæðan hafi verið tölvuárás sem gerð var á bandaríska fyrirtækið Dyn, sem er eitt af þeim sem hefur umsjón með DNS kerfinu svo nefnda um netþjóna. Með öðrum orðum heldur Dyn utan um innviði internetsins. Haft er eftir öryggissérfræðingum Dyn að árásarinnar hafi fyrst orðið vart á austurströnd Bandaríkjanna þar sem aðgangur lokaðist að fjölda vefsíða strax í gærmorgun, en það hafi síðan breiðst út um Bandaríkin í vesturátt í þremur bylgjum þegar leið á daginn og fram á kvöld. Það sem vekur sérstakan ugg er að hakkararnir að baki árásinni virðast hafa brotið sér leið inn í kerfið í gegnum hundruð þúsunda smárra raftækja sem tengd eru netinu á heimilum fólks. Má þar nefna prentara, vefmyndavélar, netbeina og jafnvel barnahlustunartæki. Án vitneskju eigenda tækjanna tóku hakkararnir yfri stjórn á þeim til þess að samræma óvænta bylgju af netumferð gegnum tækin, sem lamaði netþjóna. Árásin er nú til rannsóknar bæði hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI og hjá heimavarnarráði Bandaríkjanna. New York Times hefur eftir sérfræðingi hjá Dyn að fyrirtækið og önnur sem hýsi burðarvirki Internetsins verði í vaxandi mæli fyrir alvarlegum árásum. Bæði hafi slíkum árásum fjölgað en þær séu einnig orðnar flóknari í framkvæmd og standi yfir í lengri tíma, sem gerir það erfiðara að standa þær af sér. Öryggissérfræðingar hafa um nokkra hríð varað við því að vaxandi samþættingu tækja í daglegu lífi sem tengd eru netinu, svokölluðu internet hlutanna eða internet of things, fylgi risastórar öryggisáskoranir. New York Times segir að árásin í gær sé aðeins forsmekkurinn af því hvernig þessi tæknibylting gæti verið notuð til frekari netárása í framtíðinni.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira