Erlent

Vilja ekki nota röntgenmyndir til aldursgreiningar

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Efnt var til mótmæla í London í vikunni gegn stefnu stjórnvalda gagnvart flóttafólki.
Efnt var til mótmæla í London í vikunni gegn stefnu stjórnvalda gagnvart flóttafólki. vísir/epa
Breska innanríkisráðuneytið segir ekki koma til greina að láta taka röntgenmyndir af tönnum flóttafólks frá Calais til að greina aldur.

„Við notum ekki röntgenmyndir af tönnum til að greina aldur þeirra sem sækjast eftir hæli í Bretlandi,” hefur breska dagblaðið The Guardian eftir talsmanni utanríkisráðuneytisins. „Þar sem trúverðug og ótvíræð skjöl um aldur eru ekki fyrir hendi þá eru í viðtölum skoðaðir hlutir á borð við líkamlegt útlit og háttalag til að meta aldur.”

Ráðuneytið styðst þarna við álit breska tannlæknasambandsins, sem segir ekki koma til greina að nota þessa aðferð, ekki bara vegna þess að við aldursgreiningu sé þetta ómarkviss aðferð heldur einnig vegna þess að það sé „óviðeigandi og ósiðlegt að taka röntgenmyndir af fólki þegar það þjónar engum tilgangi fyrir heilsufar þess,” að því er fram kemur á fréttavef The Guardian.

Á breska þinginu hafa nýlega komið fram kröfur um að röntgenmyndtökur verði notaðar við aldursgreiningu á mönnum. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×