Wilbek: Nú veit ég hverjir eru vinir mínir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. október 2016 10:00 Guðmundur og Wilbek meðan allt lék í lyndi. vísir/getty Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum. Þetta mál endaði með því að Wilbek hætti að starfa fyrir danska handknattleikssambandið, þar sem hann var íþróttastjóri, enda varð algjör trúnaðarbrestur og ljóst að hann hefði ekki getað unnið með Guðmundi eftir það sem á undan var gengið.Sjá einnig: Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek „Mér finnst mikilvægt að fólk viti að ég hef enn mikinn áhuga á handbolta. Mér þykir mjög vænt um handboltann í Danmörku og það er einmitt ástæðan fyrir því að ég dró mig í hlé,“ segir Wilbek í löngu viðtali við DR í Danmörku en það viðtal verður birt í bútum næstu daga. Þar sem Wilbek er búinn í handboltanum í bili er hann farinn í stjórnmálin en hann reynir nú að verða borgarstjóri í Viborg þar sem hann er í miklum metum. Handboltinn hefur verið hluti af lífi Wilbek í 30 ár og hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að hætta á þessum forsendum.Sjá einnig: Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið „Þetta er búið að vera erfitt. Ég hef verið stoltur og ánægður í handboltanum í 30 ár. Ég hef líka lært mikið á þessum erfiðu tímum. Til að mynda hverjir eru raunverulegir vinir manns,“ segir Wilbek en hann vill ekki ræða nákvæmlega um hegðun sína á ÓL í Ríó.Wilbek er hann stýrði danska liðinu.vísir/getty„Það er fullt af fólki sem ég leit ekki endilega á sem vini mína sem hafa tjáð mér að það trúi ekki þeirri mynd sem fjölmiðlar hafa málað upp af þessu máli. Þetta fólk þakkar mér líka fyrir mitt framlag í handboltanum. Svo er til fólk sem ég taldi vera þakklátt en er það ekki.“ Þó svo Wilbek vilji ekki fara út í nein smáatriði með það sem sagt var um hann í sumar þá er ljóst að þessi lífsreynsla hefur tekið á hann.Sjá einnig: Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn „Þetta er búið að vera mjög óþægilegt. Sérstaklega út af öllum þessum samsæriskenningum. Þá hugsar maður „þetta er ekki það sem gerðist“. Fólk sem þekkir ekki málið kastar svo olíu á eldinn,“ segir Wilbek og bætir við að honum líði betur í dag. „Ég er samt ósáttur er fólk segir að ég fari í manninn en ekki í boltann. Ég verð reiður er ég heyri fólk halda því fram að ég hafi viljað fá landsliðsþjálfarastarfið aftur. Það er fjarri sannleikanum. Það sem hefur sært mig mest eru heimildir fjölmiðla sem eru ekki réttar. Ég veit ekki hvernig slíkt gerist. „Aðstoðarþjálfarar Guðmundar hafa hjálpað honum mikið og ég þurfti ekkert að skipta mér af þeim hluta eins og margir halda að ég hafi verið að gera. Í einkasamtölum kom ég samt með mínar uppástungur. Það var alveg eðlilegt,“ segir Wilbek en af hverju segir hann ekki bara hvað hafi nákvæmlega gerst í Ríó? „Það er ekki hægt. Ég á mína upplifun af því sem gerðist en aðrir upplifðu hlutina kannski öðruvísi. Kannski kemur að því einn daginn að hlutlaus maður segi hvernig þetta var nákvæmlega. Handbolti Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum. Þetta mál endaði með því að Wilbek hætti að starfa fyrir danska handknattleikssambandið, þar sem hann var íþróttastjóri, enda varð algjör trúnaðarbrestur og ljóst að hann hefði ekki getað unnið með Guðmundi eftir það sem á undan var gengið.Sjá einnig: Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek „Mér finnst mikilvægt að fólk viti að ég hef enn mikinn áhuga á handbolta. Mér þykir mjög vænt um handboltann í Danmörku og það er einmitt ástæðan fyrir því að ég dró mig í hlé,“ segir Wilbek í löngu viðtali við DR í Danmörku en það viðtal verður birt í bútum næstu daga. Þar sem Wilbek er búinn í handboltanum í bili er hann farinn í stjórnmálin en hann reynir nú að verða borgarstjóri í Viborg þar sem hann er í miklum metum. Handboltinn hefur verið hluti af lífi Wilbek í 30 ár og hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að hætta á þessum forsendum.Sjá einnig: Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið „Þetta er búið að vera erfitt. Ég hef verið stoltur og ánægður í handboltanum í 30 ár. Ég hef líka lært mikið á þessum erfiðu tímum. Til að mynda hverjir eru raunverulegir vinir manns,“ segir Wilbek en hann vill ekki ræða nákvæmlega um hegðun sína á ÓL í Ríó.Wilbek er hann stýrði danska liðinu.vísir/getty„Það er fullt af fólki sem ég leit ekki endilega á sem vini mína sem hafa tjáð mér að það trúi ekki þeirri mynd sem fjölmiðlar hafa málað upp af þessu máli. Þetta fólk þakkar mér líka fyrir mitt framlag í handboltanum. Svo er til fólk sem ég taldi vera þakklátt en er það ekki.“ Þó svo Wilbek vilji ekki fara út í nein smáatriði með það sem sagt var um hann í sumar þá er ljóst að þessi lífsreynsla hefur tekið á hann.Sjá einnig: Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn „Þetta er búið að vera mjög óþægilegt. Sérstaklega út af öllum þessum samsæriskenningum. Þá hugsar maður „þetta er ekki það sem gerðist“. Fólk sem þekkir ekki málið kastar svo olíu á eldinn,“ segir Wilbek og bætir við að honum líði betur í dag. „Ég er samt ósáttur er fólk segir að ég fari í manninn en ekki í boltann. Ég verð reiður er ég heyri fólk halda því fram að ég hafi viljað fá landsliðsþjálfarastarfið aftur. Það er fjarri sannleikanum. Það sem hefur sært mig mest eru heimildir fjölmiðla sem eru ekki réttar. Ég veit ekki hvernig slíkt gerist. „Aðstoðarþjálfarar Guðmundar hafa hjálpað honum mikið og ég þurfti ekkert að skipta mér af þeim hluta eins og margir halda að ég hafi verið að gera. Í einkasamtölum kom ég samt með mínar uppástungur. Það var alveg eðlilegt,“ segir Wilbek en af hverju segir hann ekki bara hvað hafi nákvæmlega gerst í Ríó? „Það er ekki hægt. Ég á mína upplifun af því sem gerðist en aðrir upplifðu hlutina kannski öðruvísi. Kannski kemur að því einn daginn að hlutlaus maður segi hvernig þetta var nákvæmlega.
Handbolti Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða