Wilbek: Nú veit ég hverjir eru vinir mínir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. október 2016 10:00 Guðmundur og Wilbek meðan allt lék í lyndi. vísir/getty Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum. Þetta mál endaði með því að Wilbek hætti að starfa fyrir danska handknattleikssambandið, þar sem hann var íþróttastjóri, enda varð algjör trúnaðarbrestur og ljóst að hann hefði ekki getað unnið með Guðmundi eftir það sem á undan var gengið.Sjá einnig: Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek „Mér finnst mikilvægt að fólk viti að ég hef enn mikinn áhuga á handbolta. Mér þykir mjög vænt um handboltann í Danmörku og það er einmitt ástæðan fyrir því að ég dró mig í hlé,“ segir Wilbek í löngu viðtali við DR í Danmörku en það viðtal verður birt í bútum næstu daga. Þar sem Wilbek er búinn í handboltanum í bili er hann farinn í stjórnmálin en hann reynir nú að verða borgarstjóri í Viborg þar sem hann er í miklum metum. Handboltinn hefur verið hluti af lífi Wilbek í 30 ár og hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að hætta á þessum forsendum.Sjá einnig: Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið „Þetta er búið að vera erfitt. Ég hef verið stoltur og ánægður í handboltanum í 30 ár. Ég hef líka lært mikið á þessum erfiðu tímum. Til að mynda hverjir eru raunverulegir vinir manns,“ segir Wilbek en hann vill ekki ræða nákvæmlega um hegðun sína á ÓL í Ríó.Wilbek er hann stýrði danska liðinu.vísir/getty„Það er fullt af fólki sem ég leit ekki endilega á sem vini mína sem hafa tjáð mér að það trúi ekki þeirri mynd sem fjölmiðlar hafa málað upp af þessu máli. Þetta fólk þakkar mér líka fyrir mitt framlag í handboltanum. Svo er til fólk sem ég taldi vera þakklátt en er það ekki.“ Þó svo Wilbek vilji ekki fara út í nein smáatriði með það sem sagt var um hann í sumar þá er ljóst að þessi lífsreynsla hefur tekið á hann.Sjá einnig: Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn „Þetta er búið að vera mjög óþægilegt. Sérstaklega út af öllum þessum samsæriskenningum. Þá hugsar maður „þetta er ekki það sem gerðist“. Fólk sem þekkir ekki málið kastar svo olíu á eldinn,“ segir Wilbek og bætir við að honum líði betur í dag. „Ég er samt ósáttur er fólk segir að ég fari í manninn en ekki í boltann. Ég verð reiður er ég heyri fólk halda því fram að ég hafi viljað fá landsliðsþjálfarastarfið aftur. Það er fjarri sannleikanum. Það sem hefur sært mig mest eru heimildir fjölmiðla sem eru ekki réttar. Ég veit ekki hvernig slíkt gerist. „Aðstoðarþjálfarar Guðmundar hafa hjálpað honum mikið og ég þurfti ekkert að skipta mér af þeim hluta eins og margir halda að ég hafi verið að gera. Í einkasamtölum kom ég samt með mínar uppástungur. Það var alveg eðlilegt,“ segir Wilbek en af hverju segir hann ekki bara hvað hafi nákvæmlega gerst í Ríó? „Það er ekki hægt. Ég á mína upplifun af því sem gerðist en aðrir upplifðu hlutina kannski öðruvísi. Kannski kemur að því einn daginn að hlutlaus maður segi hvernig þetta var nákvæmlega. Handbolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Sjá meira
Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum. Þetta mál endaði með því að Wilbek hætti að starfa fyrir danska handknattleikssambandið, þar sem hann var íþróttastjóri, enda varð algjör trúnaðarbrestur og ljóst að hann hefði ekki getað unnið með Guðmundi eftir það sem á undan var gengið.Sjá einnig: Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek „Mér finnst mikilvægt að fólk viti að ég hef enn mikinn áhuga á handbolta. Mér þykir mjög vænt um handboltann í Danmörku og það er einmitt ástæðan fyrir því að ég dró mig í hlé,“ segir Wilbek í löngu viðtali við DR í Danmörku en það viðtal verður birt í bútum næstu daga. Þar sem Wilbek er búinn í handboltanum í bili er hann farinn í stjórnmálin en hann reynir nú að verða borgarstjóri í Viborg þar sem hann er í miklum metum. Handboltinn hefur verið hluti af lífi Wilbek í 30 ár og hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að hætta á þessum forsendum.Sjá einnig: Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið „Þetta er búið að vera erfitt. Ég hef verið stoltur og ánægður í handboltanum í 30 ár. Ég hef líka lært mikið á þessum erfiðu tímum. Til að mynda hverjir eru raunverulegir vinir manns,“ segir Wilbek en hann vill ekki ræða nákvæmlega um hegðun sína á ÓL í Ríó.Wilbek er hann stýrði danska liðinu.vísir/getty„Það er fullt af fólki sem ég leit ekki endilega á sem vini mína sem hafa tjáð mér að það trúi ekki þeirri mynd sem fjölmiðlar hafa málað upp af þessu máli. Þetta fólk þakkar mér líka fyrir mitt framlag í handboltanum. Svo er til fólk sem ég taldi vera þakklátt en er það ekki.“ Þó svo Wilbek vilji ekki fara út í nein smáatriði með það sem sagt var um hann í sumar þá er ljóst að þessi lífsreynsla hefur tekið á hann.Sjá einnig: Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn „Þetta er búið að vera mjög óþægilegt. Sérstaklega út af öllum þessum samsæriskenningum. Þá hugsar maður „þetta er ekki það sem gerðist“. Fólk sem þekkir ekki málið kastar svo olíu á eldinn,“ segir Wilbek og bætir við að honum líði betur í dag. „Ég er samt ósáttur er fólk segir að ég fari í manninn en ekki í boltann. Ég verð reiður er ég heyri fólk halda því fram að ég hafi viljað fá landsliðsþjálfarastarfið aftur. Það er fjarri sannleikanum. Það sem hefur sært mig mest eru heimildir fjölmiðla sem eru ekki réttar. Ég veit ekki hvernig slíkt gerist. „Aðstoðarþjálfarar Guðmundar hafa hjálpað honum mikið og ég þurfti ekkert að skipta mér af þeim hluta eins og margir halda að ég hafi verið að gera. Í einkasamtölum kom ég samt með mínar uppástungur. Það var alveg eðlilegt,“ segir Wilbek en af hverju segir hann ekki bara hvað hafi nákvæmlega gerst í Ríó? „Það er ekki hægt. Ég á mína upplifun af því sem gerðist en aðrir upplifðu hlutina kannski öðruvísi. Kannski kemur að því einn daginn að hlutlaus maður segi hvernig þetta var nákvæmlega.
Handbolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Sjá meira