Fótbolti

Kjartan Henry og félagar fóru tómhentir heim

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kjartan Henry komst ekki á blað í leiknum í dag.
Kjartan Henry komst ekki á blað í leiknum í dag. vísir/getty
Kjartan Henry Finnbogason lék allan leikinn í framlínu Horsens þegar liðið tapaði 2-0 fyrir SönderjyskE á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Liðin höfðu sætaskipti í deildinni við þessi úrslit. SönderjyskE fór upp í 6. sætið en Horsens er í því sjöunda með 21 stig.

Þetta var aðeins fjórða tap Horsens á tímabilinu en nýliðunum hefur gengið vel og þeir eiga góða möguleika á að komast í sex liða úrslitakeppni um danska meistaratitilinn.

Þetta var í fimmta sinn á tímabilinu sem Kjartan Henry er í byrjunarliði Horsens. Hann hefur alls leikið 14 leiki og skorað fjögur mörk í ár. Kjartan Henry nældi sér í gult spjald á 14. mínútu.

Næsti leikur Kjartans Henrys og félaga er gegn Midtjylland 6. nóvember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×