Enski boltinn

Sjáðu markaveisluna á Selhurst Park og ofurleik Heatons | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Roberto Firmino reif sig úr að ofan eftir að hafa skorað fjórða og síðasta mark Liverpool á Selhurst Park.
Roberto Firmino reif sig úr að ofan eftir að hafa skorað fjórða og síðasta mark Liverpool á Selhurst Park. vísir/getty
Toppliðin þrjú í ensku úrvalsdeildinni unnu öll sína leiki í gær.

Fimm mörk voru skoruð í fyrri hálfleik þegar Liverpool bar sigurorð af Crystal Palace, 2-4, á Selhurst Park. Lærisveinar Jürgens Klopp komust þrívegis yfir í fyrri hálfleiknum en James McArthur jafnaði í tvígang fyrir Palace.

Manchester City vann sinn fyrsta sigur í sjö leikjum þegar liðið lagði West Brom að velli, 0-4, á The Hawthorns. Alexis Sánchez og Oliver Giroud skoruðu tvö mörk hvor þegar Arsenal vann Sunderland, 1-4, á Ljósvangi.

Tottenham gerði jafntefli í þriðja leiknum í röð þegar Leicester City kom í heimsókn á White Hart Lane. Vincent Jansen kom Spurs yfir en Ahmed Musa jafnaði fyrir Englandsmeistarana.

Tom Heaton sá til þess að Burnley fékk eitt stig gegn Manchester United á Old Trafford. United-menn höfðu mikla yfirburði í leiknum en Heaton varði eins og óður maður á sínum gamla heimavelli.

Þá lyfti Watford sér upp í 7. sæti deildarinnar með 1-0 sigri á Hull City og Middlesbrough vann góðan 2-0 sigur á Bournemouth.

Hér að neðan má sjá mörkin og helstu atvik úr leikjunum sjö sem fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Crystal Palace 2-4 Liverpool West Brom 0-4 Man City Sunderland 1-4 Arsenal Tottenham 1-1 Leicester Man Utd 0-0 Burnley Watford 1-0 Hull Middlesbrough 2-0 Bournemouth Laugardagsuppgjör



Fleiri fréttir

Sjá meira


×