Framboð Hillary komi til með að hafa áhrif á konur um allan heim Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 16:00 Guðrún Ögmundsdóttir segir kyn hafa spilað stóran þátt í því að Clinton beið lægri hlut í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Vísir/GVA/getty Guðrún Ögmundsdóttir, fv alþingismaður og einn stofnenda Kvennalistans, segir að þrátt fyrir að Hillary Clinton hafi beðið lægri hlut í forsetakosningunum í Bandaríkjunum muni framboð hennar koma til með að hafa áhrif á heimsbyggðina alla. Kyn hafi hins vegar spilað stóran þátt í því að Clinton tapaði. „Það að hún sé kona spilar alveg klárlega stóran þátt í þessu. Það er líka þannig með konur að þær fara frekar undir smásjá á meðan karlar virðast komast undir radarinn einhvern veginn. En það eru mjög margir þættir í þessu, gríðarlega margir,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Guðrún segir það staðreynd að Clinton hafi mætt mikilli mótstöðu í framboði sínu, líkt og margar konur sem ætli sér á framlínuna. „Þetta er bara svolítið týpískt. Það var alltaf fundið henni allt til foráttu þannig að það var á ofboðslega brattann að sækja allan tímann held ég. Meira en okkur grunaði, en það kemur auðvitað í ljós.“Geti haft hvetjandi áhrif Hún segist hins vegar viss um að framboð Clinton muni hafa margt jákvætt í för með sér, til dæmis breyttan hugsunarhátt fólks í garð kvenna ásamt því sem það muni hafa hvetjandi áhrif á konur. „Ég held þetta geti orðið til þess að hleypa konum kapp í kinn. Tíminn verður bara pínu að lækna þennan ósigur. Þetta mun líklega hafa í för með sér bylgjuáhrif, ekki bara hér, heldur alls staðar. Þetta er líka spurning um innri styrk kvenna í Bandaríkjunum. Núna þurfa þær kannski að fara að tala meira saman,“ segir Guðrún, sem sjálf studdi Hillary Clinton í baráttunni. „Ég er bara enn ekki búin að ná því að þetta geti gerst, er bara svona óttalega barnaleg held ég. Bandaríkin eru gríðarlegur áhrifavaldur þannig að ég held að þetta muni hafa miklu alvarlegri afleiðingar í för með sér en nokkurn hefði grunað.“„Ég græt“ Fleiri konur hafa tjáð sig um ósigurinn, en þeirra á meðal er Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, sem segir heiminn hafa snúist gegn Hillary Clinton af meiri hörku en nokkru sinni. Stuðningsmenn Clinton hafi brugðist henni og allir þeir sem kusu hana, en gagnrýndu hana þó fyrir nánast allt. Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Sjá meira
Guðrún Ögmundsdóttir, fv alþingismaður og einn stofnenda Kvennalistans, segir að þrátt fyrir að Hillary Clinton hafi beðið lægri hlut í forsetakosningunum í Bandaríkjunum muni framboð hennar koma til með að hafa áhrif á heimsbyggðina alla. Kyn hafi hins vegar spilað stóran þátt í því að Clinton tapaði. „Það að hún sé kona spilar alveg klárlega stóran þátt í þessu. Það er líka þannig með konur að þær fara frekar undir smásjá á meðan karlar virðast komast undir radarinn einhvern veginn. En það eru mjög margir þættir í þessu, gríðarlega margir,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Guðrún segir það staðreynd að Clinton hafi mætt mikilli mótstöðu í framboði sínu, líkt og margar konur sem ætli sér á framlínuna. „Þetta er bara svolítið týpískt. Það var alltaf fundið henni allt til foráttu þannig að það var á ofboðslega brattann að sækja allan tímann held ég. Meira en okkur grunaði, en það kemur auðvitað í ljós.“Geti haft hvetjandi áhrif Hún segist hins vegar viss um að framboð Clinton muni hafa margt jákvætt í för með sér, til dæmis breyttan hugsunarhátt fólks í garð kvenna ásamt því sem það muni hafa hvetjandi áhrif á konur. „Ég held þetta geti orðið til þess að hleypa konum kapp í kinn. Tíminn verður bara pínu að lækna þennan ósigur. Þetta mun líklega hafa í för með sér bylgjuáhrif, ekki bara hér, heldur alls staðar. Þetta er líka spurning um innri styrk kvenna í Bandaríkjunum. Núna þurfa þær kannski að fara að tala meira saman,“ segir Guðrún, sem sjálf studdi Hillary Clinton í baráttunni. „Ég er bara enn ekki búin að ná því að þetta geti gerst, er bara svona óttalega barnaleg held ég. Bandaríkin eru gríðarlegur áhrifavaldur þannig að ég held að þetta muni hafa miklu alvarlegri afleiðingar í för með sér en nokkurn hefði grunað.“„Ég græt“ Fleiri konur hafa tjáð sig um ósigurinn, en þeirra á meðal er Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, sem segir heiminn hafa snúist gegn Hillary Clinton af meiri hörku en nokkru sinni. Stuðningsmenn Clinton hafi brugðist henni og allir þeir sem kusu hana, en gagnrýndu hana þó fyrir nánast allt.
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Sjá meira