Erlent

Þrjú ríki Bandaríkjanna leyfa marijúana

Jakob Bjarnar skrifar
Bandaríkjamenn eru að gefast upp á bannstefnunni þeirri sem snýr að marjúana.
Bandaríkjamenn eru að gefast upp á bannstefnunni þeirri sem snýr að marjúana. visir/getty
Kjósendur í Kaliforníu, Massachusetts og Nevada greiddu atkvæði með því að marijúana-reykingar skyldu leyfðar, í afþreyingarskyni, í umræddum ríkjum.

Samhliða forsetakosningunum var kosið um það hvort leyfa beri marijúana. Fyrir liggur að þessi þrjú ríki hafa nú sagt já við þeirri spurningu en enn hafa niðurstöður í þeim kosningum sem fram fóru í Maine og Arizona komið hinn. Þessi tvö ríki gætu því bæst í hópinn innan tíðar.

Eins og staðan er í kosningum um það hvort leyfa eigi marijúana. Annars vegar er kosið um hvort leyfa eigi reykingar í afþreyingarskyni og hins vegar í lækningaskyni en helmingur fylkja Bandaríkjanna leyfir slíkt.
Þetta kemur fram í nýlegri frétt CNN. Þar segir jafnframt að í fjórum öðrum ríkjum hafi verið kosið um hvort leyfa ætti marijúana í lækningarskyni. Í Flórída og Norður Dakota liggur niðurstaðan fyrir og er hún á þá leið að fólk telur rétt að leyfa slíka notkun.

Hlutfall fullorðinna sem reykt hafa gras eða marijúana hefur nánast tvöfaldast á síðustu þremur árum, ef marka má Gallup-könnun en niðurstöður hennar voru kynntar í ágúst. Áður en til þessara kosninga kom þá er löglegt að nota marijúana í afþreyingarskyni í fjórum ríkjum öðrum: Colorado og Washington samþykktu að leyfa efnið árið 2012. Kjósendur í Alaska og Oregon samþykktu það árið 2014. Löglegt er að nota marijúana í nær helmingi ríkjum Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×