Vonar að sjómenn endurmeti stöðuna ef sátt næst um fiskverð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 15:04 Heiðrún Lind segir hættu á að samningar við erlenda aðila tapist. vísir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir samtökin ganga út frá því að af verkfalli sjómanna verði á fimmtudag. Hins vegar sé farið að þokast í átt að samkomulagi um fiskverð, sem verði yrði áfangasigur. Hún bindur vonir við að sjómenn endurmeti stöðuna ef verðlagsmál klárast fyrir fimmtudag. „Þegar samningar náðust í júlí, sem sjómenn síðan felldu, þá var bókun um það að menn ætluðu að ræða fiskverð næstu tvö árin. Þannig að núna erum við að reyna að leysa það mál á mjög skömmum tíma sem er auðvitað flókið úrlausnar. Ég myndi telja það mjög góðan árangur ef við myndum ná saman, að verulegu leyti í það minnsta, fyrir fimmtudag um fiskverðsmálefni,“ segir Heiðrún Lind í samtali við Vísi.Stærstu málin rædd fyrst Heiðrún segir að önnur mál hafi fengið að sitja á hakanum á meðan unnið sé að samkomulagi um fiskverð. „Það er þá sjómanna að meta það hvort það séu komnar forsendur til þess að fresta verkfalli í lengri eða skemmri tíma á meðan menn klára að ræða önnur mál sem út af standa. Við teljum það í það minnsta góðan áfangasigur ef menn komast að samkomulagi um málefni varðandi fiskverð.“ Aðspurð segir hún að miðað sé við þá forsendu að sjómenn leggi niður störf eftir tvo sólarhringa og að undirbúningur sé eftir því. „Þetta er undirbúið með ýmsum hætti, en fer eftir því hvort það varðar útgerðina sjálfa, fiskvinnslu eða sölufyrirtæki. Allt eru þetta aðilar innan samtakanna og við erum að reyna að aðstoða alla þessa aðila eftir fremsta megni að undirbúa sig með það hvernig eigi að taka á málefnum þegar fiskvinnsla í landi stöðvast. Það eru ýmsir kostir í stöðunni, auðvitað flestir verri en sá að halda starfsemi áfram, en það verður reynt í það minnsta að takmarka tjón.“Erlend viðskipti gætu tapast Heiðrún segir tjónið geta orðið margvíslegt. Til dæmis sé hætta á að samningar við erlenda aðila tapist. „Það felst auðvitað í því að vinna í landi mun stöðvast. Það er alltaf hætta á að starfsmenn hverfi til annarra starfa, það eru viðskiptavinir hér á landi og erlendis sem þurfa á afurðinni að halda og þessir aðilar leita þá einfaldlega annað eftir fiski. Hvort þau viðskipti tapist að öllu leyti er erfitt að segja til um og fer eftir því hversu lengi verkfall myndi standa,“ segir hún. Ómögulegt sé hins vegar að segja til um hvert beint fjárhagslegt tjón yrði. „Miðað við útflutningsverðmæti sjávarútvegs þá skiptir auðvitað hver dagur verulegu máli.“ Samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna reyna nú að afstýra verkfallinu sem á að hefjast eftir tvo sólarhringa, en deiluaðilar ætla að funda síðdegis. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn samþykkja undirbúning verkfallsaðgerða: „Verður fylgt eftir af fullri hörku“ Sjómenn segja þolinmæðina að þrotum komna. Hugsanlegar verkfallsaðgerðir gætu hafist í apríl. 18. janúar 2016 11:15 Munur á markaðsverði og skiptaverði mikill Svo virðist sem ekkert geti komið í veg fyrir verkfall sjómanna eftir að viðræður sigldu í strand í síðasta mánuði. Samningar lausir í fimm ár. Forgangskrafa sjómanna er að greitt sé markaðsverð fyrir aflann svo sjómenn fái réttan 21. október 2016 07:00 Bjartsýnn á sátt um fiskverð Sjómenn leggja niður störf á fimmtudag, náist ekki samkomulag fyrir þann tíma. 7. nóvember 2016 10:26 Sjómenn gera ekki ráð fyrir vöfflum og rjóma á næstunni Kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna hafa verið lausir síðan í árslok 2010. Samningsnefndir hafa fundað með reglulegu millibili í tæp tvö ár en lítið þokast í viðræðum þeirra og mikið ber í milli. 23. maí 2014 11:51 Útgerðarmenn segja til greina koma að draga einhverjar kröfur í land Ljóst er að báðir aðilar þurfa að draga úr kröfum sínum svo hægt verði að ná fram raunhæfum samningum, að sögn aðstoðarframkvæmdastjóra SFS. 29. desember 2015 16:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir samtökin ganga út frá því að af verkfalli sjómanna verði á fimmtudag. Hins vegar sé farið að þokast í átt að samkomulagi um fiskverð, sem verði yrði áfangasigur. Hún bindur vonir við að sjómenn endurmeti stöðuna ef verðlagsmál klárast fyrir fimmtudag. „Þegar samningar náðust í júlí, sem sjómenn síðan felldu, þá var bókun um það að menn ætluðu að ræða fiskverð næstu tvö árin. Þannig að núna erum við að reyna að leysa það mál á mjög skömmum tíma sem er auðvitað flókið úrlausnar. Ég myndi telja það mjög góðan árangur ef við myndum ná saman, að verulegu leyti í það minnsta, fyrir fimmtudag um fiskverðsmálefni,“ segir Heiðrún Lind í samtali við Vísi.Stærstu málin rædd fyrst Heiðrún segir að önnur mál hafi fengið að sitja á hakanum á meðan unnið sé að samkomulagi um fiskverð. „Það er þá sjómanna að meta það hvort það séu komnar forsendur til þess að fresta verkfalli í lengri eða skemmri tíma á meðan menn klára að ræða önnur mál sem út af standa. Við teljum það í það minnsta góðan áfangasigur ef menn komast að samkomulagi um málefni varðandi fiskverð.“ Aðspurð segir hún að miðað sé við þá forsendu að sjómenn leggi niður störf eftir tvo sólarhringa og að undirbúningur sé eftir því. „Þetta er undirbúið með ýmsum hætti, en fer eftir því hvort það varðar útgerðina sjálfa, fiskvinnslu eða sölufyrirtæki. Allt eru þetta aðilar innan samtakanna og við erum að reyna að aðstoða alla þessa aðila eftir fremsta megni að undirbúa sig með það hvernig eigi að taka á málefnum þegar fiskvinnsla í landi stöðvast. Það eru ýmsir kostir í stöðunni, auðvitað flestir verri en sá að halda starfsemi áfram, en það verður reynt í það minnsta að takmarka tjón.“Erlend viðskipti gætu tapast Heiðrún segir tjónið geta orðið margvíslegt. Til dæmis sé hætta á að samningar við erlenda aðila tapist. „Það felst auðvitað í því að vinna í landi mun stöðvast. Það er alltaf hætta á að starfsmenn hverfi til annarra starfa, það eru viðskiptavinir hér á landi og erlendis sem þurfa á afurðinni að halda og þessir aðilar leita þá einfaldlega annað eftir fiski. Hvort þau viðskipti tapist að öllu leyti er erfitt að segja til um og fer eftir því hversu lengi verkfall myndi standa,“ segir hún. Ómögulegt sé hins vegar að segja til um hvert beint fjárhagslegt tjón yrði. „Miðað við útflutningsverðmæti sjávarútvegs þá skiptir auðvitað hver dagur verulegu máli.“ Samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna reyna nú að afstýra verkfallinu sem á að hefjast eftir tvo sólarhringa, en deiluaðilar ætla að funda síðdegis.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn samþykkja undirbúning verkfallsaðgerða: „Verður fylgt eftir af fullri hörku“ Sjómenn segja þolinmæðina að þrotum komna. Hugsanlegar verkfallsaðgerðir gætu hafist í apríl. 18. janúar 2016 11:15 Munur á markaðsverði og skiptaverði mikill Svo virðist sem ekkert geti komið í veg fyrir verkfall sjómanna eftir að viðræður sigldu í strand í síðasta mánuði. Samningar lausir í fimm ár. Forgangskrafa sjómanna er að greitt sé markaðsverð fyrir aflann svo sjómenn fái réttan 21. október 2016 07:00 Bjartsýnn á sátt um fiskverð Sjómenn leggja niður störf á fimmtudag, náist ekki samkomulag fyrir þann tíma. 7. nóvember 2016 10:26 Sjómenn gera ekki ráð fyrir vöfflum og rjóma á næstunni Kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna hafa verið lausir síðan í árslok 2010. Samningsnefndir hafa fundað með reglulegu millibili í tæp tvö ár en lítið þokast í viðræðum þeirra og mikið ber í milli. 23. maí 2014 11:51 Útgerðarmenn segja til greina koma að draga einhverjar kröfur í land Ljóst er að báðir aðilar þurfa að draga úr kröfum sínum svo hægt verði að ná fram raunhæfum samningum, að sögn aðstoðarframkvæmdastjóra SFS. 29. desember 2015 16:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Sjómenn samþykkja undirbúning verkfallsaðgerða: „Verður fylgt eftir af fullri hörku“ Sjómenn segja þolinmæðina að þrotum komna. Hugsanlegar verkfallsaðgerðir gætu hafist í apríl. 18. janúar 2016 11:15
Munur á markaðsverði og skiptaverði mikill Svo virðist sem ekkert geti komið í veg fyrir verkfall sjómanna eftir að viðræður sigldu í strand í síðasta mánuði. Samningar lausir í fimm ár. Forgangskrafa sjómanna er að greitt sé markaðsverð fyrir aflann svo sjómenn fái réttan 21. október 2016 07:00
Bjartsýnn á sátt um fiskverð Sjómenn leggja niður störf á fimmtudag, náist ekki samkomulag fyrir þann tíma. 7. nóvember 2016 10:26
Sjómenn gera ekki ráð fyrir vöfflum og rjóma á næstunni Kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna hafa verið lausir síðan í árslok 2010. Samningsnefndir hafa fundað með reglulegu millibili í tæp tvö ár en lítið þokast í viðræðum þeirra og mikið ber í milli. 23. maí 2014 11:51
Útgerðarmenn segja til greina koma að draga einhverjar kröfur í land Ljóst er að báðir aðilar þurfa að draga úr kröfum sínum svo hægt verði að ná fram raunhæfum samningum, að sögn aðstoðarframkvæmdastjóra SFS. 29. desember 2015 16:00