Tvö önnur þorp í New Hampshire kjósa einnig á sama tíma, en séu atkvæði allra þriggja tekin saman er Trump með yfirhöndina. Hann hefur fengið 32 og Clinton hefur fengið 25.
Hefð Dixville Notch nær aftur til árisins 1960 og tekur það einungis nokkrar mínútur fyrir fáa íbúa bæjarins að kjósa og telja atkvæðin. Árið 2008 kusu íbúar bæjarins demókrata í fyrsta sinn og árið 2012 var jafnt á milli þeirra Barack Obama, sem þá var í endurkjöri, og Mitt Romney. Fimm á móti fimm.