Enski boltinn

Sjáðu markasúpu Liverpool, sleggjuna hjá Pogba og uppgjör helgarinnar í enska | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Liverpool-menn fögnuðu sex sinnum í gær.
Liverpool-menn fögnuðu sex sinnum í gær. vísir/getty
Elleftu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta lauk í gær með fimm leikjum þar sem Liverpool valtaði yfir Watford, 6-1, og trónir á toppnum í deildinni. Liðið er ekki búið að tapa í tólf leikjum í röð í öllum keppnum.

Liverpool er bæði efst og það lið sem er búið að skora mest en það verður á toppnum næstu tvær vikurnar þar sem landsleikjavika hefst í dag.

Paul Pogba skoraði glæsilegt mark í 3-1 sigri Manchester United á Gylfa Þór Sigurðsyni og félögum í Swansea og þá komst Zlatan Ibrahimovic aftur á blað með tveimur mörkum í sama leik. United nú með 18 stig og færist aðeins nær baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Arsenal og Tottenham skildu jöfn, 1-1, í Norður-Lundúnaslagnum í gær og Leicester tapaði óvænt 1-2 fyrir WBA en Hull vann aftur á móti glæsilegan 2-1 sigur á Southampton eftir að lenda undir.

Öll mörk gærdagsins má nú sjá hér á Vísi en hér að neðan er allt það helsta úr leikjunum í gær sem og uppgjör helgarinnar; bestu mörkin, bestu markvörslurnar og besti leikmaðurinn valinn.

Góða skemmtun.

Hull - Southampton 2-1 Leicester - WBA 1-2 Swansea - Man. Utd 1-3 Liverpool - Watford 6-1 Arsenal - Tottenham 1-1 Mörk helgarinnar: Markvörslur helgarinnar: Leikmaður vikunnar:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×