Enski boltinn

Klopp kallar eftir einbeitingu hjá leikmönnum Liverpool

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Klopp hefur það gott þessa dagana.
Klopp hefur það gott þessa dagana. Vísir/getty
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur kallað eftir því að leikmenn liðsins haldi einbeitingu og velti sér ekki upp úr því að vera í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Liverpool situr í efsta sæti úrvalsdeildarinnar eftir 6-1 sigur á Watford í dag framyfir komandi landsleikjahlé en þetta er í fyrsta sinn í rúmlega tvö ár sem Liverpool nær toppsætinu.

„Ef einhver heldur að það sé stórt atriði að vera með eins stigs forskot eftir ellefu umferðir þá get ég ekki hjálpað honum. Við reynum bara að vera rólegir og taka einn leik fyrir í einu þótt að staðan sé góð.“

Sjá einnig:Liverpool rassskellti Watford og komst í toppsætið

Klopp sagði leikmennina hafa rætt möguleikannað ná toppsætinu fyrir leik dagsins.

„Við vissum að möguleikinn væri til staðar eftir jafnteflið hjá Arsenal en við töluðum um að halda einbeitingu. Það er margt sem getur farið úrskeiðis, sérstaklega þegar önnur lið eru að spila mjög vel í deildinni, við reynum bara að vinna okkar leiki,“ sagði Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×