Eigum ennþá met í notkun ADHD-lyfja og neyslan vex Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. nóvember 2016 21:08 Íslendingar eiga ennþá Norðurlandametið í notkun á ADHD-lyfjum. Átta þúsund manns fá á ári hverju ávísað lyfjum eins og rítalíni og concerta. Skýrar vísbendingar eru um misnotkun þessara lyfja og þau eru vinsæl hjá sprautufíklum. Íslendingar eiga líka met í ávísunum á amfetamín. Íslenski lyfjagagnagrunnurinn sem er rekinn á ábyrgð landlæknis er ekki traust heimild um lyfjaávísanir að mati Ingunnar Björnsdóttur dósents í lyfjafræði við Háskólann í Osló. Þannig voru beinlínis rangar og villandi upplýsingar í lyfjagagnagrunninum um lækna sem skrifuðu upp á amfetamín á síðasta ári. Því þurfti að byggja á upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands þegar aflað var upplýsinga um notkun amfetamíns á Íslandi. Villurnar í lyfjagagnagrunninum eru fleiri. Ingunn nefnir sem dæmi að samanburðareining yfir skilgreinda dagskammta hafi verið röng í 30 prósentum tilvika í lyfjagagnagrunninum. Fréttastofan greindi í gær frá ávísunum íslenskra lækna upp á amfetamín. Alls voru þetta 72 einstaklingar sem fengu amfetamíni ávísað með lyfseðli frá íslenskum læknum á tímabilinu 1. mars 2015 - 1. mars 2016. Þetta er hlutfallslega mun meira en á hinum Norðurlöndunum.Óttar Guðmundsson geðlæknir.„Amfetamín er ágætt þunglyndislyf“ Óttar Guðmundsson geðlæknir er einn þeirra lækna sem hefur þurft að meðhöndla sjúklinga með amfetamíni í ákveðnum tilvikum. „Amfetamín er ágætt þunglyndislyf, það verður að viðurkenna það, þótt það sé ekki mikið notað sem slíkt. En ef menn eru komnir í algjört þrot með þunglyndislyfjameðferð þá er oft gripið til amfetamíns. Sérstaklega ef einstaklingurinn er algjörlega frumkvæðislaus, kemst ekki úr rúminu og hefur tapað öllum lífsþorsta og lífslöngun og lífsgæðin orðin ansi léleg. Sömuleiðis er amfetamín notað á gjörgæsludeildum þegar einstaklingar hafa legið lengi og komast ekki á fætur og hafa glatað allri lífsvon og lífsvilja. Það er ekki algengt að lyfið sé notað hjá nýjum einstaklingum en þó í þessum tilfellum,“ segir Óttar. Hann segir að margir þeirra sem fái efnið séu eldri karlmenn sem hafi glímt við fíkn á árum áður og þurfi nauðsynlega á efninu að halda. „Margir þeirra sem eru á amfetamíni í dag hafa verið á amfetamíni mjög lengi og þeir fá þessa lyfseðla fyrst og fremst af mannúðarástæðum, til að koma í veg fyrir að þessir eldri menn séu að þvælast úti á svarta markaðnum og að eyða ellilaununum í fíkniefnasala. Það er betra að við sjáum til þess að þeir geta náð í þetta efni í apótekinu úr því þeir þurfa á því að halda.“ Það er ekki bara amfetamínið sem Íslendingar nota meira af en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Átta þúsund Íslendingar fá metýlfenídat lyf sem notuð eru við ADHD. Hér er um að ræða rítalín, concerta og skyld lyf. Metýlfenídat lyf eru mjög vinsæl hjá sprautufíklum og á þeim fimm árum sem liðin eru frá því að umræða um þessi lyf var í hámarki hér á landi hefur notkun þeirra bara aukist eins og kemur fram í þessari tilkynningu á heimasíðu landlæknis frá 14. október síðastliðnum. „Við vitum í raun og veru ekki hversu margar greiningar (ADHD-greiningar innsk.blm) eru á hverja þúsund íbúa hjá öðrum þjóðum. Við vitum það ekki heldur fyrir Ísland. Við vitum hins vegar hversu margir fá ávísað lyfjunum en hvort hinar þjóðirnar eru að beita öðrum úrræðum en lyfjaávísunum er það sem við höfum áhuga á að vita og við höldum að sé öðruvísi þar heldur en hér,“ segir Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá landlæknisembættinu. Tengdar fréttir Stór hópur fær amfetamín ávísað með lyfseðli Sjötíu og tveir einstaklingar fengu ávísað amfetamíni með lyfseðli á síðasta ári samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands. Þetta er hlutfallslega mun meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. 4. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Íslendingar eiga ennþá Norðurlandametið í notkun á ADHD-lyfjum. Átta þúsund manns fá á ári hverju ávísað lyfjum eins og rítalíni og concerta. Skýrar vísbendingar eru um misnotkun þessara lyfja og þau eru vinsæl hjá sprautufíklum. Íslendingar eiga líka met í ávísunum á amfetamín. Íslenski lyfjagagnagrunnurinn sem er rekinn á ábyrgð landlæknis er ekki traust heimild um lyfjaávísanir að mati Ingunnar Björnsdóttur dósents í lyfjafræði við Háskólann í Osló. Þannig voru beinlínis rangar og villandi upplýsingar í lyfjagagnagrunninum um lækna sem skrifuðu upp á amfetamín á síðasta ári. Því þurfti að byggja á upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands þegar aflað var upplýsinga um notkun amfetamíns á Íslandi. Villurnar í lyfjagagnagrunninum eru fleiri. Ingunn nefnir sem dæmi að samanburðareining yfir skilgreinda dagskammta hafi verið röng í 30 prósentum tilvika í lyfjagagnagrunninum. Fréttastofan greindi í gær frá ávísunum íslenskra lækna upp á amfetamín. Alls voru þetta 72 einstaklingar sem fengu amfetamíni ávísað með lyfseðli frá íslenskum læknum á tímabilinu 1. mars 2015 - 1. mars 2016. Þetta er hlutfallslega mun meira en á hinum Norðurlöndunum.Óttar Guðmundsson geðlæknir.„Amfetamín er ágætt þunglyndislyf“ Óttar Guðmundsson geðlæknir er einn þeirra lækna sem hefur þurft að meðhöndla sjúklinga með amfetamíni í ákveðnum tilvikum. „Amfetamín er ágætt þunglyndislyf, það verður að viðurkenna það, þótt það sé ekki mikið notað sem slíkt. En ef menn eru komnir í algjört þrot með þunglyndislyfjameðferð þá er oft gripið til amfetamíns. Sérstaklega ef einstaklingurinn er algjörlega frumkvæðislaus, kemst ekki úr rúminu og hefur tapað öllum lífsþorsta og lífslöngun og lífsgæðin orðin ansi léleg. Sömuleiðis er amfetamín notað á gjörgæsludeildum þegar einstaklingar hafa legið lengi og komast ekki á fætur og hafa glatað allri lífsvon og lífsvilja. Það er ekki algengt að lyfið sé notað hjá nýjum einstaklingum en þó í þessum tilfellum,“ segir Óttar. Hann segir að margir þeirra sem fái efnið séu eldri karlmenn sem hafi glímt við fíkn á árum áður og þurfi nauðsynlega á efninu að halda. „Margir þeirra sem eru á amfetamíni í dag hafa verið á amfetamíni mjög lengi og þeir fá þessa lyfseðla fyrst og fremst af mannúðarástæðum, til að koma í veg fyrir að þessir eldri menn séu að þvælast úti á svarta markaðnum og að eyða ellilaununum í fíkniefnasala. Það er betra að við sjáum til þess að þeir geta náð í þetta efni í apótekinu úr því þeir þurfa á því að halda.“ Það er ekki bara amfetamínið sem Íslendingar nota meira af en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Átta þúsund Íslendingar fá metýlfenídat lyf sem notuð eru við ADHD. Hér er um að ræða rítalín, concerta og skyld lyf. Metýlfenídat lyf eru mjög vinsæl hjá sprautufíklum og á þeim fimm árum sem liðin eru frá því að umræða um þessi lyf var í hámarki hér á landi hefur notkun þeirra bara aukist eins og kemur fram í þessari tilkynningu á heimasíðu landlæknis frá 14. október síðastliðnum. „Við vitum í raun og veru ekki hversu margar greiningar (ADHD-greiningar innsk.blm) eru á hverja þúsund íbúa hjá öðrum þjóðum. Við vitum það ekki heldur fyrir Ísland. Við vitum hins vegar hversu margir fá ávísað lyfjunum en hvort hinar þjóðirnar eru að beita öðrum úrræðum en lyfjaávísunum er það sem við höfum áhuga á að vita og við höldum að sé öðruvísi þar heldur en hér,“ segir Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá landlæknisembættinu.
Tengdar fréttir Stór hópur fær amfetamín ávísað með lyfseðli Sjötíu og tveir einstaklingar fengu ávísað amfetamíni með lyfseðli á síðasta ári samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands. Þetta er hlutfallslega mun meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. 4. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Stór hópur fær amfetamín ávísað með lyfseðli Sjötíu og tveir einstaklingar fengu ávísað amfetamíni með lyfseðli á síðasta ári samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands. Þetta er hlutfallslega mun meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. 4. nóvember 2016 19:00