Geir: Þurfum að líta í eigin barm í stað þess að finna einhverjar afskanir Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. nóvember 2016 20:00 Geir messar yfir sínum mönnum í Tékkaleiknum. vísir/ernir „Það eru allir leikmennirnir verulega svekktir, það er alltaf svekkjandi að tapa leikjum, hvað þá þegar þú tapar þeimaf eigin völdum,“ sagði Geir Sveinsson, þjálfari íslenska landsliðsins, aðspurður út í stemminguna í klefanum eftir tap í Úkraínu fyrr í dag. Íslenska landsliðið gat með sigri í dag náð góðu forskoti á toppi riðilsins eftir sigur Tékka á Makedónum. „Sá möguleiki var til staðar í dag. Við töluðum um það fyrir þessa leiki að við ætluðum okkur fjögur stig úr þessum tveimur leikjum. Við mátum leikina þannig að það væri möguleiki að taka fjögur stig en það tókst því miður ekki.“Sjá einnig:Umfjöllun: Úkraína - Ísland 27-25 | Slakur sóknarleikur í Sumy Geir sagði ekkert vanmat hafa átt sér stað í dag fyrir leik gegn liði sem var fyrirfram talið slakasta lið riðilsins. „Við töluðum alltaf um að þetta yrði erfiður leikur. Þegar við fórum að skoða leikinn þeirra gegn Makedóníu sáum við að þeir voru með gott lið og vissum að þetta yrði erfitt verkefni,“ sagði Geir sem sagði liðið hafa gert mistök báðu megin á vellinum. „Það er hægt að kroppa einhver 2-3 mörk út varnarlega en við nýtum ekki nægilega vel hraðaupphlaupin þegar við vinnum boltann. Það voru færi til að sækja hratt sem við nýttum ekki nægilega vel.“ Íslenska liðið var í sífelldum eltingarleik í leiknum. „Við byrjum illa og lendum undir en náum að vinna okkur inn í leikinn og náum takt rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Svo komum við slakir til leiks í seinni hálfleik og erum komnir í nákvæmlega sömu stöðu og þurfum að vinna upp forskotið á ný.“ Aðstæðurnar í Sumy voru vægast sagt eftirtektarverðar en Geir vildi ekki skýla liðinu á bak við það. „Við getum verið að týna eitthvað til eftir leik, þar á meðal völlinn sem við spiluðum á en það skiptir ekki máli. Við þurfum frekar að horfa í eigin barm heldur en að finna einhverjar afsakanir. Við fengum möguleika á að sækja stig undir lokin en náðum ekki að nýta það.“ Næst tekur við undirbúningur fyrir HM í Frakklandi sem hefst í janúar. „Við getum ekki gleymt þessari frammistöðu því við verðum að læra af þessu og verðum að gera betur. Skotnýtingin hefur ekki verið nægilega góð í leikjunum sem ég hef stýrt liðinu í, hvort sem um ræðir leikina núna eða gegn Portúgal í sumar. Nú fer einbeitingin á að æfa vel og finna lausnir fyrir HM og ég vona bara að strákarnir verði ákafir í að svara fyrir þetta tap,“ sagði Geir að lokum. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Úkraína - Ísland 27-25 | Slakur sóknarleikur í Sumy Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveggja marka mun, 27-25, fyrir því úkraínska á útivelli í undankeppni EM 2018 í dag. 5. nóvember 2016 18:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
„Það eru allir leikmennirnir verulega svekktir, það er alltaf svekkjandi að tapa leikjum, hvað þá þegar þú tapar þeimaf eigin völdum,“ sagði Geir Sveinsson, þjálfari íslenska landsliðsins, aðspurður út í stemminguna í klefanum eftir tap í Úkraínu fyrr í dag. Íslenska landsliðið gat með sigri í dag náð góðu forskoti á toppi riðilsins eftir sigur Tékka á Makedónum. „Sá möguleiki var til staðar í dag. Við töluðum um það fyrir þessa leiki að við ætluðum okkur fjögur stig úr þessum tveimur leikjum. Við mátum leikina þannig að það væri möguleiki að taka fjögur stig en það tókst því miður ekki.“Sjá einnig:Umfjöllun: Úkraína - Ísland 27-25 | Slakur sóknarleikur í Sumy Geir sagði ekkert vanmat hafa átt sér stað í dag fyrir leik gegn liði sem var fyrirfram talið slakasta lið riðilsins. „Við töluðum alltaf um að þetta yrði erfiður leikur. Þegar við fórum að skoða leikinn þeirra gegn Makedóníu sáum við að þeir voru með gott lið og vissum að þetta yrði erfitt verkefni,“ sagði Geir sem sagði liðið hafa gert mistök báðu megin á vellinum. „Það er hægt að kroppa einhver 2-3 mörk út varnarlega en við nýtum ekki nægilega vel hraðaupphlaupin þegar við vinnum boltann. Það voru færi til að sækja hratt sem við nýttum ekki nægilega vel.“ Íslenska liðið var í sífelldum eltingarleik í leiknum. „Við byrjum illa og lendum undir en náum að vinna okkur inn í leikinn og náum takt rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Svo komum við slakir til leiks í seinni hálfleik og erum komnir í nákvæmlega sömu stöðu og þurfum að vinna upp forskotið á ný.“ Aðstæðurnar í Sumy voru vægast sagt eftirtektarverðar en Geir vildi ekki skýla liðinu á bak við það. „Við getum verið að týna eitthvað til eftir leik, þar á meðal völlinn sem við spiluðum á en það skiptir ekki máli. Við þurfum frekar að horfa í eigin barm heldur en að finna einhverjar afsakanir. Við fengum möguleika á að sækja stig undir lokin en náðum ekki að nýta það.“ Næst tekur við undirbúningur fyrir HM í Frakklandi sem hefst í janúar. „Við getum ekki gleymt þessari frammistöðu því við verðum að læra af þessu og verðum að gera betur. Skotnýtingin hefur ekki verið nægilega góð í leikjunum sem ég hef stýrt liðinu í, hvort sem um ræðir leikina núna eða gegn Portúgal í sumar. Nú fer einbeitingin á að æfa vel og finna lausnir fyrir HM og ég vona bara að strákarnir verði ákafir í að svara fyrir þetta tap,“ sagði Geir að lokum.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Úkraína - Ísland 27-25 | Slakur sóknarleikur í Sumy Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveggja marka mun, 27-25, fyrir því úkraínska á útivelli í undankeppni EM 2018 í dag. 5. nóvember 2016 18:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Umfjöllun: Úkraína - Ísland 27-25 | Slakur sóknarleikur í Sumy Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveggja marka mun, 27-25, fyrir því úkraínska á útivelli í undankeppni EM 2018 í dag. 5. nóvember 2016 18:00