Fréttamaður bandarísku fréttastöðvarinnar Fox News baðst í gær afsökunar á frétt sinni um forsetaframbjóðandann Hillary Clinton, en þar sagði að Clinton yrði að öllum líkindum ákærð af alríkislögreglunni í tengslum við rannsókn á góðgerðarsjóði hennar og manns hennar, Bill Clinton.
Fréttamaðurinn Bret Baier, sem flutti fréttina á miðvikudag, segir það hafa verið mistök að tala um mögulega ákæru, sérstaklega nú þegar kosningabarátta Clintons og Donald Trump stendur sem hæst.
Sjá einnig: Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið
„Enginn veit hvort það verður af ákæru eður ei, sama hversu örugg sönnunargögn rannsakendur telja sig hafa í höndunum,“ sagði Baier í gær.
Aðrir miðlar greindu frá því í vikunni að alríkislögreglan hefði síðastliðinn vetur grennslast fyrir um starfssemi góðgerðarsjóðsins í kjölfar ásakana um að bakhjarlar sjóðsins hefðu notið góðvildar hjá utanríkisráðuneytinu í tíð Clinton sem ráðherra. Ekki væri þó vitað hvort málið væri enn til rannsóknar.
Fox fullyrti einnig í frétt sinni að alríkislögreglan telji „99 prósent líkur“ á því að leyniþjónustur allt að fimm ríkja hafi brotist inni í tölvupóstþjón Clinton í ráðherratíð hennar.
Fox biðst afsökunar á frétt sinni um Clinton

Tengdar fréttir

Trump færist nær Clinton
Óljós yfirlýsing um nýja lögreglurannsókn á tölvupóstum Clinton hefur gagnast Trump á lokametrum kosningabaráttunnar. Yfirmaður FBI sakaður um lögbrot. Talið að Clinton muni beita sér af meiri hörku.

Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton
Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög.

Enn eitt áfallið fyrir Clinton á lokasprettinum
Tölvupóstsklúður Hillary Clinton heldur áfram að valda henni tjóni, nú þegar aðeins fáeinir dagar eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum.