Á mörkum klisjunnar og frumlegheita Magnús Guðmundsson skrifar 5. nóvember 2016 10:30 Félagarnir Ófeigur og Kolur eru búsettir í Berlín um þessar mundir og líkar báðum vistin vel. Visir/Stefán Verndargripur eftir Roberto Bolaño, í þýðingu Ófeigs Sigurðssonar, er lítil og nett bók í mjúkri dökkbrúnni kilju sem fer vel í vasa en tekur minna til sín í hillum bókabúðanna. En það er mikill fengur í þessari bók. Ófeigur segist hafa unnið að þýðingu verksins árið 2014 en það hafi nú bara byrjað með smá fikti. „Svo varð þetta svo ávanabindandi að ég fór að grípa í þetta hvenær sem ég átti lausa stund. Ég var að skrifa Öræfi á þessum tíma og greip í þetta á kvöldin þegar handritið var í yfirlestri, svona til þess að fyllast ekki örvæntingu yfir skáldsögunni,“ segir Ófeigur og hlær við tilhugsunina. „Þessi bók bjargaði mér og var minn verndargripur á meðan ég var að skrifa Öræfi.“Þráhyggja og öryggi Roberto Bolaño var fæddur í Chile árið 1953 en lést á Spáni árið 2003 aðeins 50 ára gamall. Bolaño skildi eftir sig einstakt höfundarverk sem hefur haft mikil áhrif á fjölda skálda og rithöfunda og Ófeigur segist ekki vera undantekning á því. „Ég man að fyrir svona tæplega tíu árum var Bolaño á allra vörum. En málið er að hann er svona höfundur sem maður ánetjast. Hann algjörlega heltekur mann og maður getur ekki hætt að lesa hann fyrr en maður er búinn að lesa allt. Og ég er þannig lesandi að það kemst ekkert annað að í langan tíma. Hann verður fljótt að þráhyggju. Bolaño var framan af ferlinum fyrst og fremst ljóðskáld og svo skrifar hann líka alveg frábærar smásögur. Hann hefur einhvern veginn öll form á valdi sínu og við það fyllist lesandinn öryggi af því að maður hefur það á tilfinningunni að hann viti hvað hann er að gera. En samt er hann að koma manni á óvart.“Í kapp við dauðann Skáldskapur Roberto Bolaño er vissulega um margt sérstakur og það má einnig segja um lífshlaup hans. Ófeigur bendir á að þó svo hann sé fæddur í Chile þá hafi Mexíkóborg, sem er einmitt sögusviðið í Verndargrip, haft gríðarleg áhrif á allan hans feril. „Bolaño flutti til Mexíkóborgar með foreldrum sínum þegar hann var sautján ára gamall. Þar var hann fljótlega farinn að vera með ungum skáldum sem stofnuðu saman skáldahópinn infrarrealista. Þessi tími verður að hans námu fyrir skáldskapinn; borgin og ungskáldin. Þeir voru mjög uppreisnargjarnir, mættu á ljóðalestra og púuðu niður þjóðskáldin og voru með ægileg læti. Svo flytur hann til Spánar þegar hann er að komast á miðjan aldur og þar er eins og hann gerist einsetumaður þar sem hann vinnur úr þessu öllu. Hann hafði auðvitað verið að skrifa smásögur samhliða ljóðunum á níunda áratugnum en svo fer hann eiginlega með Mexíkóborg með sér til Spánar og keppist við að vinna úr þeirri skáldskaparnámu. Hann fær þær fréttir að hann eigi skammt eftir ólifað af völdum lifrarbilunar og þar með fer hann að skrifa í kapphlaupi við dauðann.“Ljóðskáld í grunninn Ófeigur segir að það sé þó erfitt að átta sig á því hvað það er við texta Bolaño sem heilli lesendur svona algjörlega. „Ég hallast helst að því að ástæðan sé hversu sterklega maður finnur fyrir þessari víðáttumiklu skynjun. Ímyndunarafl hans skilar sér svo vel í textanum og það verður svo heillandi. Hann er alltaf óvæntur og leyfir sér líka líkingar sem alls ekki allir gætu leyft sér. Stundum rambar hann á mörkum klisjunnar og frumlegheita; skautar einhverja rosalega fína línu þar á milli.“ Framan af ferli sínum var Bolaño fyrst og fremst ljóðskáld og eins og Ófeigur bendir á þá sést það nokkuð greinilega á textum hans. „Það leynir sér ekkert að hann er ljóðskáld í grunninn. Hann er með einhverja sýn á hið óræða eða handanheima, það er alltaf veröld undir veröldinni sem hann er að lýsa hverju sinni. Öðru hverju þá opnar hann einhverjar glufur niður í einhvern hliðarveruleika og þannig fer líka krónólógían lönd og leið. Hann fer fram og aftur í tíma. Mikill innblástur Í Verndargrip er Bolaño að segja sögu skáldanna í Mexíkóborg með augum Auxilio, ungrar konur sem kemur til borgarinnar einmitt á sama aldri og Bolaño gerði sjálfur. Ófeigur segir að það sé vissulega ákveðin afstaða fólgin í því að nota kvenaðalpersónu í þessu tilviki. „Hann er er eflaust að fjarlægja sig með þessari nálgun. Það hentar vel að lýsa þessum ungskáldum með því að hafa hana sem áhorfanda. Hann er ekki að lýsa þessu frá sínu sjónarhorni, heldur stígur út fyrir hópinn, og hefur þessa konu þarna sem skrásetjara eða eins konar verndara sem fylgir þeim eftir. Maður fær stundum á tilfinninguna að hún sé draugur og sumir hafa lesið þetta þannig.“ Þegar fyrsta málsgreinin í Verndargrip Bolaño er skoðuð þá leynir sér ekki að höfundurinn er meðvitaður um beitingu hinna ólíkustu forma. Ófeigur segir að vissulega sé þetta eitt af höfundareinkennum hans. „Já, hann daðrar við öll form. Hann er svo fordómalaus þegar kemur að skáldskap og í því er fólginn mikill innblástur.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. nóvember. Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Verndargripur eftir Roberto Bolaño, í þýðingu Ófeigs Sigurðssonar, er lítil og nett bók í mjúkri dökkbrúnni kilju sem fer vel í vasa en tekur minna til sín í hillum bókabúðanna. En það er mikill fengur í þessari bók. Ófeigur segist hafa unnið að þýðingu verksins árið 2014 en það hafi nú bara byrjað með smá fikti. „Svo varð þetta svo ávanabindandi að ég fór að grípa í þetta hvenær sem ég átti lausa stund. Ég var að skrifa Öræfi á þessum tíma og greip í þetta á kvöldin þegar handritið var í yfirlestri, svona til þess að fyllast ekki örvæntingu yfir skáldsögunni,“ segir Ófeigur og hlær við tilhugsunina. „Þessi bók bjargaði mér og var minn verndargripur á meðan ég var að skrifa Öræfi.“Þráhyggja og öryggi Roberto Bolaño var fæddur í Chile árið 1953 en lést á Spáni árið 2003 aðeins 50 ára gamall. Bolaño skildi eftir sig einstakt höfundarverk sem hefur haft mikil áhrif á fjölda skálda og rithöfunda og Ófeigur segist ekki vera undantekning á því. „Ég man að fyrir svona tæplega tíu árum var Bolaño á allra vörum. En málið er að hann er svona höfundur sem maður ánetjast. Hann algjörlega heltekur mann og maður getur ekki hætt að lesa hann fyrr en maður er búinn að lesa allt. Og ég er þannig lesandi að það kemst ekkert annað að í langan tíma. Hann verður fljótt að þráhyggju. Bolaño var framan af ferlinum fyrst og fremst ljóðskáld og svo skrifar hann líka alveg frábærar smásögur. Hann hefur einhvern veginn öll form á valdi sínu og við það fyllist lesandinn öryggi af því að maður hefur það á tilfinningunni að hann viti hvað hann er að gera. En samt er hann að koma manni á óvart.“Í kapp við dauðann Skáldskapur Roberto Bolaño er vissulega um margt sérstakur og það má einnig segja um lífshlaup hans. Ófeigur bendir á að þó svo hann sé fæddur í Chile þá hafi Mexíkóborg, sem er einmitt sögusviðið í Verndargrip, haft gríðarleg áhrif á allan hans feril. „Bolaño flutti til Mexíkóborgar með foreldrum sínum þegar hann var sautján ára gamall. Þar var hann fljótlega farinn að vera með ungum skáldum sem stofnuðu saman skáldahópinn infrarrealista. Þessi tími verður að hans námu fyrir skáldskapinn; borgin og ungskáldin. Þeir voru mjög uppreisnargjarnir, mættu á ljóðalestra og púuðu niður þjóðskáldin og voru með ægileg læti. Svo flytur hann til Spánar þegar hann er að komast á miðjan aldur og þar er eins og hann gerist einsetumaður þar sem hann vinnur úr þessu öllu. Hann hafði auðvitað verið að skrifa smásögur samhliða ljóðunum á níunda áratugnum en svo fer hann eiginlega með Mexíkóborg með sér til Spánar og keppist við að vinna úr þeirri skáldskaparnámu. Hann fær þær fréttir að hann eigi skammt eftir ólifað af völdum lifrarbilunar og þar með fer hann að skrifa í kapphlaupi við dauðann.“Ljóðskáld í grunninn Ófeigur segir að það sé þó erfitt að átta sig á því hvað það er við texta Bolaño sem heilli lesendur svona algjörlega. „Ég hallast helst að því að ástæðan sé hversu sterklega maður finnur fyrir þessari víðáttumiklu skynjun. Ímyndunarafl hans skilar sér svo vel í textanum og það verður svo heillandi. Hann er alltaf óvæntur og leyfir sér líka líkingar sem alls ekki allir gætu leyft sér. Stundum rambar hann á mörkum klisjunnar og frumlegheita; skautar einhverja rosalega fína línu þar á milli.“ Framan af ferli sínum var Bolaño fyrst og fremst ljóðskáld og eins og Ófeigur bendir á þá sést það nokkuð greinilega á textum hans. „Það leynir sér ekkert að hann er ljóðskáld í grunninn. Hann er með einhverja sýn á hið óræða eða handanheima, það er alltaf veröld undir veröldinni sem hann er að lýsa hverju sinni. Öðru hverju þá opnar hann einhverjar glufur niður í einhvern hliðarveruleika og þannig fer líka krónólógían lönd og leið. Hann fer fram og aftur í tíma. Mikill innblástur Í Verndargrip er Bolaño að segja sögu skáldanna í Mexíkóborg með augum Auxilio, ungrar konur sem kemur til borgarinnar einmitt á sama aldri og Bolaño gerði sjálfur. Ófeigur segir að það sé vissulega ákveðin afstaða fólgin í því að nota kvenaðalpersónu í þessu tilviki. „Hann er er eflaust að fjarlægja sig með þessari nálgun. Það hentar vel að lýsa þessum ungskáldum með því að hafa hana sem áhorfanda. Hann er ekki að lýsa þessu frá sínu sjónarhorni, heldur stígur út fyrir hópinn, og hefur þessa konu þarna sem skrásetjara eða eins konar verndara sem fylgir þeim eftir. Maður fær stundum á tilfinninguna að hún sé draugur og sumir hafa lesið þetta þannig.“ Þegar fyrsta málsgreinin í Verndargrip Bolaño er skoðuð þá leynir sér ekki að höfundurinn er meðvitaður um beitingu hinna ólíkustu forma. Ófeigur segir að vissulega sé þetta eitt af höfundareinkennum hans. „Já, hann daðrar við öll form. Hann er svo fordómalaus þegar kemur að skáldskap og í því er fólginn mikill innblástur.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. nóvember.
Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira