Innlent

Kjósa um framkvæmdir fyrir rúmar 450 milljónir

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Verkefnið í heild er í fjórum fösum. Hugmyndasöfnun; umræða um hugmyndir og úrvinnsla; kosningar og framkvæmd.
Verkefnið í heild er í fjórum fösum. Hugmyndasöfnun; umræða um hugmyndir og úrvinnsla; kosningar og framkvæmd. vísir/ernir
Framkvæmdafé í hverfa­kosningu Reykjavíkur hefur verið hækkað um helming og er nú 450 milljónir króna. Í gær var opnaður kosningavefur fyrir framkvæmdir í hverfum borgarinnar í fimmta sinn þar sem íbúar í Reykjavík geta tekið þátt í ákvörðunum með beinum hætti. Standa kosningar í tvær vikur á vefslóðinni kosning.reykjavik.is eða til og með 17. nóvember.

Hugmyndum var safnað hjá íbúum í júní og bárust rúmlega 900 hugmyndir sem var 50 prósenta aukning frá 2015. Tíminn frá hugmyndaskilum hefur verið nýttur til að vinna úr innsendum hugmyndum. Svipaðar hugmyndir hafa verið sameinaðar og búið er að áætla framkvæmdakostnað við hverja þeirra.

Breiðholt fær mest úthlutað eða um 70 milljónir, svo Grafarvogur, og Laugardalur og Vesturbær fá um 55 milljónir en fjármunum er skipt eftir stærð hverfa. Kjalarnes fær minnst, eða 13 milljónir. Til að tryggja minnstu hverfunum lágmarksfjárhæð til umráða er fjórðungi fjárheimildarinnar skipt jafnt milli hverfa. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×