Enski boltinn

Stjóri Swansea hefur áhuga á að fá Berbatov

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Berbatov lék á sínum tíma með Fulham, Manchester United og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.
Berbatov lék á sínum tíma með Fulham, Manchester United og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty
Bob Bradley, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur áhuga á að semja við búlgarska framherjann Dimitar Berbatov.

Hinn 35 ára gamli Berbatov hefur verið án félags síðan hann yfirgaf PAOK í Grikklandi í sumar. Hann lék áður með Tottenham, Manchester United og Fulham og þekkir ensku úrvalsdeildina því inn og út.

„Ég hef hitt hann nokkrum sinnum og hann er óþreyjufullur að komast aftur í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Bradley á blaðamannafundi í dag.

„Allir í félaginu vita það og nafn hans hefur komið upp í umræðunni. Þetta verður að koma í ljós. Hann er á radarnum hjá okkur, en þar eru margir leikmenn,“ bætti Bandaríkjamaðurinn við.

Swansea hefur farið illa af stað og situr í nítjánda og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með einungis fimm stig. Swansea hefur skorað níu mörk í fyrstu 10 umferðunum en aðeins þrjú lið hafa skorað færri mörk.


Tengdar fréttir

Gylfi lagði upp mark í enn einu tapi Swansea

Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp mark Swansea City í 3-1 tapi fyrir Stoke City á Bet365 vellinum í lokaleik 10. umferðar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×