Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““ Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2016 13:28 Dómur High Court þýðir að breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. greinina upp á sitt einsdæmi. Vísir/AFP „Þetta er alger game-changer í málinu,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um dóm High Court í Englandi í dag um að breska þingið verði að greiða atkvæði um hvort Bretlandsstjórn virki 50. grein Lissabon-sáttmála ESB þannig að formlega megi hefja úrsagnarferli Bretlands úr ESB. Dómurinn þýðir að breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. greinina upp á sitt einsdæmi. Eiríkur segir að það sem mestu máli skipti í málinu sé að breska þingið er fullvaldurinn – eða „the sovereign“. Þetta sé öðruvísi kerfi en við þekkjum. „Fullveldið í Bretlandi er ekki í höndum þjóðarinnar. Það er ekki í höndum drottningar. Það er ekki í höndum ríkisstjórnar. Það er í höndum þingsins. Það er æðsta vald Bretlands.“ Deilt hefur verið um hvort að ríkisstjórnin geti afturkallað aðild Bretlands að ESB, virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans eða hvort þingið þurfi að hafa aðkomu að því. „Þetta var High Court sem úrskurðar að þingið þurfi að afgreiða þetta. Þessu verður nú áfrýjað til æðra dómsstigs, en það eru nú meiri líkur en minni að úrskurðurinn verði staðfestur.“Ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar Eiríkur segir að verði þetta niðurstaðan verði forsætisráðherrann Theresa May að leggja fyrir þingið tillögu um að beita þessu úrsagnarákvæðinu, 50. greininni. „Þingið hefur fullvalda rétt til að taka sjálfstæða ákvörðun, burtséð frá niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þingmenn verða í vanda staddir. Eiga þeir að fylgja eigin sannfæringu í málinu eða forskrift þjóðarinnar? Ég hugsa að mjög margir þingmenn – Bretar búa við einmenningskjördæmi – munu skoða niðurstöðuna í sínu kjördæminu. Það gæti verið lagt til grundvallar. Það er engan veginn ljóst – nema síður sé – hvort það sé meirihluti á þinginu fyrir úrsögninni.“Brexit í uppnámi May var sjálf búin að segja að breska stjórnin myndi virkja 50. greinina fyrir lok mars á næsta ári. Myndi þá hefjast tveggja ára samningaferli sem lyki með formlegri úrsögn Bretlands úr ESB. „Það er í uppnámi. Við vitum í raun ekki hvað gerist næst.“ 51,9 prósent Breta greiddu atkvæði með úrsögn í þjóðaratkvæðagreiðslunni í júní, en 48,1 prósent kusu með áframhaldandi aðild. Brexit Tengdar fréttir Brexit: Breska stjórnin þarf samþykki þings áður en 50. greinin er virkjuð Breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans upp á sitt einsdæmi. 3. nóvember 2016 10:24 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
„Þetta er alger game-changer í málinu,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um dóm High Court í Englandi í dag um að breska þingið verði að greiða atkvæði um hvort Bretlandsstjórn virki 50. grein Lissabon-sáttmála ESB þannig að formlega megi hefja úrsagnarferli Bretlands úr ESB. Dómurinn þýðir að breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. greinina upp á sitt einsdæmi. Eiríkur segir að það sem mestu máli skipti í málinu sé að breska þingið er fullvaldurinn – eða „the sovereign“. Þetta sé öðruvísi kerfi en við þekkjum. „Fullveldið í Bretlandi er ekki í höndum þjóðarinnar. Það er ekki í höndum drottningar. Það er ekki í höndum ríkisstjórnar. Það er í höndum þingsins. Það er æðsta vald Bretlands.“ Deilt hefur verið um hvort að ríkisstjórnin geti afturkallað aðild Bretlands að ESB, virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans eða hvort þingið þurfi að hafa aðkomu að því. „Þetta var High Court sem úrskurðar að þingið þurfi að afgreiða þetta. Þessu verður nú áfrýjað til æðra dómsstigs, en það eru nú meiri líkur en minni að úrskurðurinn verði staðfestur.“Ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar Eiríkur segir að verði þetta niðurstaðan verði forsætisráðherrann Theresa May að leggja fyrir þingið tillögu um að beita þessu úrsagnarákvæðinu, 50. greininni. „Þingið hefur fullvalda rétt til að taka sjálfstæða ákvörðun, burtséð frá niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þingmenn verða í vanda staddir. Eiga þeir að fylgja eigin sannfæringu í málinu eða forskrift þjóðarinnar? Ég hugsa að mjög margir þingmenn – Bretar búa við einmenningskjördæmi – munu skoða niðurstöðuna í sínu kjördæminu. Það gæti verið lagt til grundvallar. Það er engan veginn ljóst – nema síður sé – hvort það sé meirihluti á þinginu fyrir úrsögninni.“Brexit í uppnámi May var sjálf búin að segja að breska stjórnin myndi virkja 50. greinina fyrir lok mars á næsta ári. Myndi þá hefjast tveggja ára samningaferli sem lyki með formlegri úrsögn Bretlands úr ESB. „Það er í uppnámi. Við vitum í raun ekki hvað gerist næst.“ 51,9 prósent Breta greiddu atkvæði með úrsögn í þjóðaratkvæðagreiðslunni í júní, en 48,1 prósent kusu með áframhaldandi aðild.
Brexit Tengdar fréttir Brexit: Breska stjórnin þarf samþykki þings áður en 50. greinin er virkjuð Breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans upp á sitt einsdæmi. 3. nóvember 2016 10:24 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Brexit: Breska stjórnin þarf samþykki þings áður en 50. greinin er virkjuð Breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans upp á sitt einsdæmi. 3. nóvember 2016 10:24