Enski boltinn

Markið hans Jóns Dags kemur til greina sem mark mánaðarins hjá Fulham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson. Mynd/Heimasíða Fulham
Jón Dagur Þorsteinsson er átján ára strákur sem fór frá HK til enska félagsins Fulham í september í fyrra.

Jón Dagur hefur spilað með unglingaliði Fulham og skoraði frábært mark í leik á móti Aston Villa á dögunum.

Jón Dagur skoraði markið sitt með þrumuskoti beint úr aukaspyrnu.

Mark Jóns Dags er eitt af átta mörkum sem koma til greina sem mark mánaðarins hjá Fulham.

Jón Dagur keppir þar við Sone Aluko, Scott Malone, Chris Martin, Lucas Piazon, Kevin McDonald, Stephen Humphrys og Cameron Thompson.

Íslendingar geta hjálpað Jóni Degi að eignast mark mánaðarins en Fulham stendur fyrir netkosningu á heimasíðu sinni. Það er hægt að kjósa með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×