Ólafía Þórunn gerði engin mistök á fyrri níu holunum | Áfram í 1. sætinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2016 11:06 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/Ladies European Tour Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að spila frábærlega á Fatima Bint Mubarak mótinu á LET Evrópumótaröðinni í Abú Dabí. Ólafía Þórunn spilaði fyrri níu holurnar á degi tvö á 33 höggum eða þremur höggum undir pari. Hún er þar með samanlagt á tiu höggum undir pari og heldur með því efsta sætinu. Ólafía Þórunn hefur verið nálægt því að fá fugla á þremur öðrum holum á fyrstu níu holunum og hún er því að slá mjög vel inn á flöt. Ólafía náði meðal annars einu mögnuðu höggi inn á flötina sem fór síðan alla leið í holu. Englendingurinn Georgia Hall spilaði á átta undir pari í dag og þar með á tíu undir samanlagt. Hall lék á 70 höggum í gær en 64 höggum í dag. Ólafía Þórunn deilir efsta sætinu með Hall og þær eru síðan með eins högg forskot á hina þýsku Oliviu Cowan. Ólafía Þórunn byrjaði daginn á seinni nýju og fékk þrjá fugla á fyrstu fimm holum dagsins eða holum ellefu, þrettán og fjórtán. Hún paraði síðan fjórar holur í röð. Ólafía Þórunn lék fyrsta hringinn í gær á sjö höggum undir pari sem skilaði henni efsta sætinu. Það er í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur er í forystu á svo stóru golfmóti. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn byrjar frábærlega í Abu Dhabi Atvinnukylfingurinn spilaði fyrsta hringinn í Abu Dhabi á sjö höggum undir pari. 2. nóvember 2016 09:58 Ólafía Þórunn í toppsætinu eftir fyrsta hring í Abú Dabí: Til heiðurs frænku hennar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði frábærlega á fyrsta keppnisdegi á sterku móti á LET Evrópumótaröð kvenna sem fram fer í Abú Dabí. Hún er í efsta sæti eftir fyrsta hringinn en íslenskur kylfingur hefur aldrei áður staðið í þessum sporum á móti í þessum styrkleikaflokki. 2. nóvember 2016 14:10 Sjóðheit Ólafía Þórunn með þriggja högga forskot á toppnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er heldur betur að stimpla sig inn í hóp atvinnukylfinga á LET Evrópumótaröðinni en hún er í efsta sæti eftir tvo daga á Fatima Bint Mubarak mótinu í Abú Dabí. 3. nóvember 2016 13:30 Ólafía Þórunn í beinni á Golfstöðinni Sýnt beint frá síðustu þremur keppnisdögunum á Fatima Bint Mubarak Ladies Open. 2. nóvember 2016 16:27 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að spila frábærlega á Fatima Bint Mubarak mótinu á LET Evrópumótaröðinni í Abú Dabí. Ólafía Þórunn spilaði fyrri níu holurnar á degi tvö á 33 höggum eða þremur höggum undir pari. Hún er þar með samanlagt á tiu höggum undir pari og heldur með því efsta sætinu. Ólafía Þórunn hefur verið nálægt því að fá fugla á þremur öðrum holum á fyrstu níu holunum og hún er því að slá mjög vel inn á flöt. Ólafía náði meðal annars einu mögnuðu höggi inn á flötina sem fór síðan alla leið í holu. Englendingurinn Georgia Hall spilaði á átta undir pari í dag og þar með á tíu undir samanlagt. Hall lék á 70 höggum í gær en 64 höggum í dag. Ólafía Þórunn deilir efsta sætinu með Hall og þær eru síðan með eins högg forskot á hina þýsku Oliviu Cowan. Ólafía Þórunn byrjaði daginn á seinni nýju og fékk þrjá fugla á fyrstu fimm holum dagsins eða holum ellefu, þrettán og fjórtán. Hún paraði síðan fjórar holur í röð. Ólafía Þórunn lék fyrsta hringinn í gær á sjö höggum undir pari sem skilaði henni efsta sætinu. Það er í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur er í forystu á svo stóru golfmóti.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn byrjar frábærlega í Abu Dhabi Atvinnukylfingurinn spilaði fyrsta hringinn í Abu Dhabi á sjö höggum undir pari. 2. nóvember 2016 09:58 Ólafía Þórunn í toppsætinu eftir fyrsta hring í Abú Dabí: Til heiðurs frænku hennar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði frábærlega á fyrsta keppnisdegi á sterku móti á LET Evrópumótaröð kvenna sem fram fer í Abú Dabí. Hún er í efsta sæti eftir fyrsta hringinn en íslenskur kylfingur hefur aldrei áður staðið í þessum sporum á móti í þessum styrkleikaflokki. 2. nóvember 2016 14:10 Sjóðheit Ólafía Þórunn með þriggja högga forskot á toppnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er heldur betur að stimpla sig inn í hóp atvinnukylfinga á LET Evrópumótaröðinni en hún er í efsta sæti eftir tvo daga á Fatima Bint Mubarak mótinu í Abú Dabí. 3. nóvember 2016 13:30 Ólafía Þórunn í beinni á Golfstöðinni Sýnt beint frá síðustu þremur keppnisdögunum á Fatima Bint Mubarak Ladies Open. 2. nóvember 2016 16:27 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn byrjar frábærlega í Abu Dhabi Atvinnukylfingurinn spilaði fyrsta hringinn í Abu Dhabi á sjö höggum undir pari. 2. nóvember 2016 09:58
Ólafía Þórunn í toppsætinu eftir fyrsta hring í Abú Dabí: Til heiðurs frænku hennar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði frábærlega á fyrsta keppnisdegi á sterku móti á LET Evrópumótaröð kvenna sem fram fer í Abú Dabí. Hún er í efsta sæti eftir fyrsta hringinn en íslenskur kylfingur hefur aldrei áður staðið í þessum sporum á móti í þessum styrkleikaflokki. 2. nóvember 2016 14:10
Sjóðheit Ólafía Þórunn með þriggja högga forskot á toppnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er heldur betur að stimpla sig inn í hóp atvinnukylfinga á LET Evrópumótaröðinni en hún er í efsta sæti eftir tvo daga á Fatima Bint Mubarak mótinu í Abú Dabí. 3. nóvember 2016 13:30
Ólafía Þórunn í beinni á Golfstöðinni Sýnt beint frá síðustu þremur keppnisdögunum á Fatima Bint Mubarak Ladies Open. 2. nóvember 2016 16:27